600 blaðamenn á frumsýningu Renault 31. janúar 2008 09:56 Renault frumsýnir formlega nýjan keppnisbíl sinn í París í dag, en í gær gafst kostendum og velunnurum liðsins færi á að sjá bílinn með eigin augum. Reyndar hefur bílnum þegar verið ekið á æfingum á Jerez brautinni á Spáni undir handleiðslu Fernando Alonso og fleiri ökumanna. Þannig að frumsýningin bílsins stendur kannski ekki alveg undir nafni sem slík. Um 600 blaðamenn eru á kynningu Renaulti í París og verður þétt setinn bekkurinn þegar hulunni verður formlega svipt af 2008 bíl Renault. Alonso er að sjálfsögðu á staðnum og liðsfélagi hans og keppinautur, Brasilíumaðurinn Nelson Piquet. Flavio Briatore hefur látið í veðri vaka að keppnislið verði að hafa ökumann númer eitt og tvö, þannig að annar sé mikilvægari en hinn. Alonso varð tvívegis heimsmeistari með Renault, en sveik síðan lit og fór til McLaren. Þar mætti hann mikilli andstöðu, eftir að hafa heimtað að fá betri þjónustu en Lewis Hamilton. Hann yfirgaf liðið eftir að hafa uppfyllt eitt ár af þriggja ára samningi og Heikki Kovalainen kom í hans stað. Piquet hefur látið í veðri vaka að hann ætli sér engan veginn að vera undirtylla Alonso í mótum ársins, en faðir hans er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ber sama nafn, Nelson Piquet. Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Renault frumsýnir formlega nýjan keppnisbíl sinn í París í dag, en í gær gafst kostendum og velunnurum liðsins færi á að sjá bílinn með eigin augum. Reyndar hefur bílnum þegar verið ekið á æfingum á Jerez brautinni á Spáni undir handleiðslu Fernando Alonso og fleiri ökumanna. Þannig að frumsýningin bílsins stendur kannski ekki alveg undir nafni sem slík. Um 600 blaðamenn eru á kynningu Renaulti í París og verður þétt setinn bekkurinn þegar hulunni verður formlega svipt af 2008 bíl Renault. Alonso er að sjálfsögðu á staðnum og liðsfélagi hans og keppinautur, Brasilíumaðurinn Nelson Piquet. Flavio Briatore hefur látið í veðri vaka að keppnislið verði að hafa ökumann númer eitt og tvö, þannig að annar sé mikilvægari en hinn. Alonso varð tvívegis heimsmeistari með Renault, en sveik síðan lit og fór til McLaren. Þar mætti hann mikilli andstöðu, eftir að hafa heimtað að fá betri þjónustu en Lewis Hamilton. Hann yfirgaf liðið eftir að hafa uppfyllt eitt ár af þriggja ára samningi og Heikki Kovalainen kom í hans stað. Piquet hefur látið í veðri vaka að hann ætli sér engan veginn að vera undirtylla Alonso í mótum ársins, en faðir hans er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ber sama nafn, Nelson Piquet.
Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira