Borgarstjórinn á mannamáli 25. janúar 2008 17:55 Ólafur F. Magnússon verður aðalgestur minn í Mannamáli á sunnudag. Það er margs að spyrja, einkum erfiðra spurninga. Ólafur er sagður dulur maður, duglegur og viðkvæmur - og jafnframt "sýklahræddur" eins og fram kemur í forvitnilegri nærmynd í DV í dag. Ég ætla að sauma að kallinum - en mannlegi þátturinn fær vissulega að fljóta með enda er borgarstjóri afskaplega opinber persóna. Tvær skeleggustu blaðakonur landsins, þær Agnes Bragadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir munu svo meta pólitíska andrúmsloftið í borginni og dæma menn og annan; hver er hinn raunverulegi sigurvegari og hver er taparinn ... og hvernig er komið fyrir blessaðri pólitíkinni. Kata Jakobs og Einar Már verða svo á sínum stað og eins slaufan í lok þáttar þar sem ég ætla að fara nokkrum fallegum orðum um veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri - og er svo sem tími til kominn. Allt í opinni eftir fréttir á sunnudagskvöld. Yifrlýsingar og aftur yfirlýsingar - á mannamáli ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun
Ólafur F. Magnússon verður aðalgestur minn í Mannamáli á sunnudag. Það er margs að spyrja, einkum erfiðra spurninga. Ólafur er sagður dulur maður, duglegur og viðkvæmur - og jafnframt "sýklahræddur" eins og fram kemur í forvitnilegri nærmynd í DV í dag. Ég ætla að sauma að kallinum - en mannlegi þátturinn fær vissulega að fljóta með enda er borgarstjóri afskaplega opinber persóna. Tvær skeleggustu blaðakonur landsins, þær Agnes Bragadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir munu svo meta pólitíska andrúmsloftið í borginni og dæma menn og annan; hver er hinn raunverulegi sigurvegari og hver er taparinn ... og hvernig er komið fyrir blessaðri pólitíkinni. Kata Jakobs og Einar Már verða svo á sínum stað og eins slaufan í lok þáttar þar sem ég ætla að fara nokkrum fallegum orðum um veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri - og er svo sem tími til kominn. Allt í opinni eftir fréttir á sunnudagskvöld. Yifrlýsingar og aftur yfirlýsingar - á mannamáli ... -SER.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun