Jarðarför Fischers 22. janúar 2008 10:27 Blessunarlega var ekki blásið til þjóðhátátíðar í beinni útsendingu vegna útfarar Bobby Fischers. Hann var jarðsettur í kyrrþey við austurbakka Ölfusár í gærmorgun að viðstaddri hálfri tylft manna. Svona átti þetta að vera. Svona var Bobby. Svona kom hann okkur á óvart í síðasta sinn. Sérlundaður einfari. Garðar Sverrisson, nánasti vinur skáksnillingsins á síðustu árum hans, lék síðustu fléttuna af trygglyndi og smekkvísi. Endataflið var fumlaust. Það hvílir einhver angurværð og friður yfir þessum endalokum. Þannig átti það að vera. Og þannig var það ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun
Blessunarlega var ekki blásið til þjóðhátátíðar í beinni útsendingu vegna útfarar Bobby Fischers. Hann var jarðsettur í kyrrþey við austurbakka Ölfusár í gærmorgun að viðstaddri hálfri tylft manna. Svona átti þetta að vera. Svona var Bobby. Svona kom hann okkur á óvart í síðasta sinn. Sérlundaður einfari. Garðar Sverrisson, nánasti vinur skáksnillingsins á síðustu árum hans, lék síðustu fléttuna af trygglyndi og smekkvísi. Endataflið var fumlaust. Það hvílir einhver angurværð og friður yfir þessum endalokum. Þannig átti það að vera. Og þannig var það ... -SER.