Þjóðargrafreiturinn 21. janúar 2008 14:23 Ég veit ekki hvort maður á að gráta eða brosa að hugmynd stuðningshóps Bobby heitins Fishers um að jarðsetja hann í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Já, einhvers staðar í námunda við Einar og Jónas sem hafa þar hvílt sín lúnu og brotnu bein um áratugaskeið. Það verður ekki annað sagt en Einar S. Einarsson, Guðmundur G. Þórarinsson og þeir félagar allir séu stórhuga menn. En þetta heitir - á mannamáli - að fara fram úr sér. Flestum Íslendingum þætti líklega vænt um það ef Bobby fengi að hvíla í íslenskri jörðu - sem er sjálfsagt mál, en hann á hins vegar ekki heima á Þingvöllum, undir grænni torfu. Hann er einfaldlega ekki á pari við Einar og Jónas - í þjóðarsálinni. Og þar liggur hundurinn grafinn ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun
Ég veit ekki hvort maður á að gráta eða brosa að hugmynd stuðningshóps Bobby heitins Fishers um að jarðsetja hann í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Já, einhvers staðar í námunda við Einar og Jónas sem hafa þar hvílt sín lúnu og brotnu bein um áratugaskeið. Það verður ekki annað sagt en Einar S. Einarsson, Guðmundur G. Þórarinsson og þeir félagar allir séu stórhuga menn. En þetta heitir - á mannamáli - að fara fram úr sér. Flestum Íslendingum þætti líklega vænt um það ef Bobby fengi að hvíla í íslenskri jörðu - sem er sjálfsagt mál, en hann á hins vegar ekki heima á Þingvöllum, undir grænni torfu. Hann er einfaldlega ekki á pari við Einar og Jónas - í þjóðarsálinni. Og þar liggur hundurinn grafinn ... -SER.