Fótbolti

Real setti risaverðmiða á Ramos

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sergio Ramos.
Sergio Ramos.

Það er ljóst að Real Madrid ætlar ekki að selja varnarmanninn Sergio Ramos til AC Milan nema Evrópumeistararnir séu tilbúnir að borga stjarnfræðilega upphæð.

Samkvæmt spænska blaðinu Marca þá hefur Ramon Calderon, forseti Real Madrid, tilkynnt AC Milan að félagið geti fengið Ramos fyrir 120 milljónir punda.

Ramos er 21. árs og var keyptur til Real Madrid fyrir 20 milljónir punda en hann er samningsbundinn til 2013. Milan er að leita að arftaka Paolo Maldini sem mun leggja skóna á hilluna og var Ramos efstur á óskalistanum en nú er ljóst að ítalska liðið þarf að leita annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×