Áfall fyrir Kanada að missa Formúlu 1 mótið 8. október 2008 15:40 Ekki verður keppt á götum Monreal á næsta ári og borgin verður af miklum ferðamannatekjum af þeim sökum. Mynd: Getty Images FIA tilkynnti í gær að ekkert mótshald verði í Montreal í Kanada á næsta ári og ákvörðunin virðist hafa komið skipuleggjendum mótsins á óvart. "Þetta er búið og gert. FIA kaus um málið og þetta er niðurstaðan. Þessi ákvörðu kom nokkuð á óvart. Formúla 1 er að færast á leiksvið sem hentar lengur og brautarstæðin eru að verða glæsilegri og viðameiri en við höfum upp á að bjóða. Þetta er gert á viðskiptalegum forsendum", sagði Roger Peart forsvarsmaður kanadíska bílasambandsins. Montreal verður af miklum ferðamannatekjum vegna ákvörðunar FIA og ekki er búist við því að henni verði breytt. Mótshaldið hefur verið vinsælt meðal keppenda og áhorfenda og hátt í 200.000 manns hafa fyllt hvern krók og kíma á áhorfendasvæðum meðfram götubrautinni í Montreal. Það er því nokkuð ljóst að ekkert Formúlu 1 mót verður vestan hafs á næsta ári, sem rýrir óneitanlega gildi mótins sem alheims mótaraðar. Mótshald hefur verið að færast til Persaflóa og Asíu síðustu ár og íþróttinn hefur aldrei náð almennilegu flugi í Bandaríkjunum. Þó hefur verið rætt um mótshald í New York eða Las Vegas, en það hefur ekki náð lengra. Á meðan er verið að byggja nýja vettvang í Abu Dhabi fyrir næsta ár og í Nýju Dehli í Indlandi fyrir árið 2010. Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
FIA tilkynnti í gær að ekkert mótshald verði í Montreal í Kanada á næsta ári og ákvörðunin virðist hafa komið skipuleggjendum mótsins á óvart. "Þetta er búið og gert. FIA kaus um málið og þetta er niðurstaðan. Þessi ákvörðu kom nokkuð á óvart. Formúla 1 er að færast á leiksvið sem hentar lengur og brautarstæðin eru að verða glæsilegri og viðameiri en við höfum upp á að bjóða. Þetta er gert á viðskiptalegum forsendum", sagði Roger Peart forsvarsmaður kanadíska bílasambandsins. Montreal verður af miklum ferðamannatekjum vegna ákvörðunar FIA og ekki er búist við því að henni verði breytt. Mótshaldið hefur verið vinsælt meðal keppenda og áhorfenda og hátt í 200.000 manns hafa fyllt hvern krók og kíma á áhorfendasvæðum meðfram götubrautinni í Montreal. Það er því nokkuð ljóst að ekkert Formúlu 1 mót verður vestan hafs á næsta ári, sem rýrir óneitanlega gildi mótins sem alheims mótaraðar. Mótshald hefur verið að færast til Persaflóa og Asíu síðustu ár og íþróttinn hefur aldrei náð almennilegu flugi í Bandaríkjunum. Þó hefur verið rætt um mótshald í New York eða Las Vegas, en það hefur ekki náð lengra. Á meðan er verið að byggja nýja vettvang í Abu Dhabi fyrir næsta ár og í Nýju Dehli í Indlandi fyrir árið 2010.
Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira