Skerðing launa ökumanna möguleg 17. desember 2008 13:26 Stefano Domenicali gefur í skyn að lækka þurfi laun ökumanna, en Kimi Raikkönen er launahæsti ökumaðurinn í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari telur að laun allra Formúlu 1 ökumanna gætu lækkað fyrir næsta keppnistímabil. Ferrari er með launahæsta ökumanninn, Finnan Kimi Raikkönen. Talið er að hann sé með um 40 miljónir dala í árslaun hjá Ferrari. Laun Raikkönen er liðlega 10% af rekstrarkostnaði Ferrari og talið er að Felipe Massa sé með um 10 miljónir dala á ári. Fyrir utan bónus greiðslur. "Ég held að á næstu mánuðum verði einskonar bylting í launamálum ökumanna. Það er öll lið að leita leiða til að minnka rekstrarkostnað til að þola efnahagskreppuna. Ég hef trú á að öll lið muni ræða við ökumenn sína", sagði Domenicali í samtali vð tímaritið Autosprint. Aðspurður um hvort hann hygðist breyta samningi við Raikkönen sem var endurnýjaður á þessu ári sagði Domenicali. "Það er hægt að breyta öllu ef vilji er fyrir hendi. Við vitum hvað samningurinn hljóðar upp á og ég er viss um að öll lið muni ræða við ökumenn sína fyrir næsta keppnistímabil" sagði Domenicali. Í sumum tilfellum eru ökumenn að koma með auglýsendur með sér til liða, þannig að lækkun á launum hjá þeim er ólíkleg. Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari telur að laun allra Formúlu 1 ökumanna gætu lækkað fyrir næsta keppnistímabil. Ferrari er með launahæsta ökumanninn, Finnan Kimi Raikkönen. Talið er að hann sé með um 40 miljónir dala í árslaun hjá Ferrari. Laun Raikkönen er liðlega 10% af rekstrarkostnaði Ferrari og talið er að Felipe Massa sé með um 10 miljónir dala á ári. Fyrir utan bónus greiðslur. "Ég held að á næstu mánuðum verði einskonar bylting í launamálum ökumanna. Það er öll lið að leita leiða til að minnka rekstrarkostnað til að þola efnahagskreppuna. Ég hef trú á að öll lið muni ræða við ökumenn sína", sagði Domenicali í samtali vð tímaritið Autosprint. Aðspurður um hvort hann hygðist breyta samningi við Raikkönen sem var endurnýjaður á þessu ári sagði Domenicali. "Það er hægt að breyta öllu ef vilji er fyrir hendi. Við vitum hvað samningurinn hljóðar upp á og ég er viss um að öll lið muni ræða við ökumenn sína fyrir næsta keppnistímabil" sagði Domenicali. Í sumum tilfellum eru ökumenn að koma með auglýsendur með sér til liða, þannig að lækkun á launum hjá þeim er ólíkleg.
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira