Skrímslaeyjan Karen D. Kjartansdóttir skrifar 24. júní 2008 06:30 Norðmaðurinn indverskættaði og aldni sem oft sólar sig á sama tíma og ég við sundlaugina á Spáni, krefst frétta af Íslandi á hverjum morgni. Í fyrstu hélt ég að um kurteisilegt hjal væri að ræða og blaðraði svona um helstu tíðindi sem ég hafði rekið augun í á netmiðlunum áður en ég fór út að flatmaga í sólinni. Eftir um það bil viku gat ég þó ekki annað en velt því fyrir mér hvers vegna maðurinn sýndi fréttum úr landi mínu svona feikilegan áhuga, þá sérstaklega þar sem mér þótti ekki af neinu sérstöku að taka úr sumrinu á landinu bláa. Fljótlega komst ég að því að ég hafði verið höfð að ginningarfífli. Áhuginn á íslenskum fréttum var aðeins til kominn af þeirri skemmtun sem hann hafði af því að hlusta á ljóshærða konu segja skrímslasögur eins og ekkert væri sjálfsagðara þegar hún var beðin um að segja tíðindi af landi og þjóð. Sögur af ísbjörnum sem birtust upp úr þurru um mitt sumar án þess að nokkur hafís væri sjáanlegur, skelfilegar ófarir umhverfisráðherra, leit yfirvalda að þriðja ísbirninum sem reyndist vera hestur, draumförum heimamanna fyrir björnunum auk frásagnar eins fjölmiðilsins af því að stúlkurnar sem fyrstar sáu birnina hétu Karen, þóttu honum afskaplega fyndnar líkt og kostulegar gamlar þjóðsögur. Þá þótti honum sagan af vesalings hvolpsútburðinum sem fannst urðaður í hraunið við Keflavík með eindæmum áhugaverð sem og sagan af sjómönnunum á síldarveiðum sem veiddu alveg óvart gómsæta hrefnu. Sagði hann að skrímslaeyjuna Ísland yrði hann að heimsækja hið fyrsta. Hvergi annar staðar í heiminum gætu fréttir og sagnaarfur tengst jafn sterkum böndum. Til sönnunar um einlægan áhuga á því að heimsækja land furðusagnanna spurði hann því næst hvernig gengi íslensku krónunnar væri um þessar mundir. Því svaraði ég samviskulega með vandræðalegri útskýringu um að það hefði verið töluverð verðbólga á landinu undanfarið. Norðmaðurinn missti andlitið þegar hann komst að því hvert gengið væri og heimtaði frekari fregnir af efnahagslífi þjóðarinnar. Eftir snöggsoðna samantekt um íslensk fjármál síðustu mánaða sem ég barði saman af takmarkaðri þekkingu brosti sá gamli vinalega og fullur skilnings og sagði með málrómi sem góðir nýlenduherrar grípa til þega þeir tala við fáfróða frumbyggja. „Já, nú skil ég hvers vegna þið segið svona mikið af skemmtilegum skrímslasögum. Þið viljið gleyma raunverulegum vágestum." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Norðmaðurinn indverskættaði og aldni sem oft sólar sig á sama tíma og ég við sundlaugina á Spáni, krefst frétta af Íslandi á hverjum morgni. Í fyrstu hélt ég að um kurteisilegt hjal væri að ræða og blaðraði svona um helstu tíðindi sem ég hafði rekið augun í á netmiðlunum áður en ég fór út að flatmaga í sólinni. Eftir um það bil viku gat ég þó ekki annað en velt því fyrir mér hvers vegna maðurinn sýndi fréttum úr landi mínu svona feikilegan áhuga, þá sérstaklega þar sem mér þótti ekki af neinu sérstöku að taka úr sumrinu á landinu bláa. Fljótlega komst ég að því að ég hafði verið höfð að ginningarfífli. Áhuginn á íslenskum fréttum var aðeins til kominn af þeirri skemmtun sem hann hafði af því að hlusta á ljóshærða konu segja skrímslasögur eins og ekkert væri sjálfsagðara þegar hún var beðin um að segja tíðindi af landi og þjóð. Sögur af ísbjörnum sem birtust upp úr þurru um mitt sumar án þess að nokkur hafís væri sjáanlegur, skelfilegar ófarir umhverfisráðherra, leit yfirvalda að þriðja ísbirninum sem reyndist vera hestur, draumförum heimamanna fyrir björnunum auk frásagnar eins fjölmiðilsins af því að stúlkurnar sem fyrstar sáu birnina hétu Karen, þóttu honum afskaplega fyndnar líkt og kostulegar gamlar þjóðsögur. Þá þótti honum sagan af vesalings hvolpsútburðinum sem fannst urðaður í hraunið við Keflavík með eindæmum áhugaverð sem og sagan af sjómönnunum á síldarveiðum sem veiddu alveg óvart gómsæta hrefnu. Sagði hann að skrímslaeyjuna Ísland yrði hann að heimsækja hið fyrsta. Hvergi annar staðar í heiminum gætu fréttir og sagnaarfur tengst jafn sterkum böndum. Til sönnunar um einlægan áhuga á því að heimsækja land furðusagnanna spurði hann því næst hvernig gengi íslensku krónunnar væri um þessar mundir. Því svaraði ég samviskulega með vandræðalegri útskýringu um að það hefði verið töluverð verðbólga á landinu undanfarið. Norðmaðurinn missti andlitið þegar hann komst að því hvert gengið væri og heimtaði frekari fregnir af efnahagslífi þjóðarinnar. Eftir snöggsoðna samantekt um íslensk fjármál síðustu mánaða sem ég barði saman af takmarkaðri þekkingu brosti sá gamli vinalega og fullur skilnings og sagði með málrómi sem góðir nýlenduherrar grípa til þega þeir tala við fáfróða frumbyggja. „Já, nú skil ég hvers vegna þið segið svona mikið af skemmtilegum skrímslasögum. Þið viljið gleyma raunverulegum vágestum."
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun