Hamilton sigraði á Spa 7. september 2008 13:40 NordicPhotos/GettyImages Lewis Hamilton hafði sigur í Belgíukappakstrinum á Spá brautinn í dag eftir spennandi einvígi við Kimi Raikkönen á lokasprettinum. Rigning setti svip sinn á einvígið, sem endaði með því að Finninn ók út af brautinni og féll úr keppni þegar tveir hringir voru eftir. Áhorfendur á Spa stóðu á öndinni þegar keppendur óku síðustu hringina, en þá var brautin orðin flughál og bílarnir skautuðu til og frá þar sem ekki þótti ráðlegt að skipta á regndekk svo seint í keppninni. Raikkönen hafði verið í forystunni eftir frábæran akstur, en missti Hamilton fram úr sér þegar skammt var eftir af keppninni. Kappið var full mikið í Hamilton og sneri hann bílnum í bleytunni og missti Ferrari-manninn aftur fram úr sér. Raikkönen virtist ekki standast pressuna og ók út af og færði Hamilton sigurinn. Felipe Massa á Ferrari tók þriðja sæti og er nú átta stigum á eftir Hamilton í keppni ökumanna og Nick Heidfeld hjá BMW tók frábæran endasprett og vippaði sér úr áttunda sæti og í það þriðja eftir að hann skipti á regndekk. Það sama gerði Fernando Alonso hjá Renault og það skilaði honum í fjórða sætið, sem hann hélt reyndar lengst af í keppninni. Fremstu menn á Spa: 1. Hamilton (McLaren) 2. Massa (Ferrari) 3. Heidfeld (BMW Sauber) 4. Alonso (Renault) 5. Vettel (Toro Rosso) 6. Kubica (BWM Sauber) 7. Bourdais (Toro Rosso) 8. Glock (Toyota) Formúla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton hafði sigur í Belgíukappakstrinum á Spá brautinn í dag eftir spennandi einvígi við Kimi Raikkönen á lokasprettinum. Rigning setti svip sinn á einvígið, sem endaði með því að Finninn ók út af brautinni og féll úr keppni þegar tveir hringir voru eftir. Áhorfendur á Spa stóðu á öndinni þegar keppendur óku síðustu hringina, en þá var brautin orðin flughál og bílarnir skautuðu til og frá þar sem ekki þótti ráðlegt að skipta á regndekk svo seint í keppninni. Raikkönen hafði verið í forystunni eftir frábæran akstur, en missti Hamilton fram úr sér þegar skammt var eftir af keppninni. Kappið var full mikið í Hamilton og sneri hann bílnum í bleytunni og missti Ferrari-manninn aftur fram úr sér. Raikkönen virtist ekki standast pressuna og ók út af og færði Hamilton sigurinn. Felipe Massa á Ferrari tók þriðja sæti og er nú átta stigum á eftir Hamilton í keppni ökumanna og Nick Heidfeld hjá BMW tók frábæran endasprett og vippaði sér úr áttunda sæti og í það þriðja eftir að hann skipti á regndekk. Það sama gerði Fernando Alonso hjá Renault og það skilaði honum í fjórða sætið, sem hann hélt reyndar lengst af í keppninni. Fremstu menn á Spa: 1. Hamilton (McLaren) 2. Massa (Ferrari) 3. Heidfeld (BMW Sauber) 4. Alonso (Renault) 5. Vettel (Toro Rosso) 6. Kubica (BWM Sauber) 7. Bourdais (Toro Rosso) 8. Glock (Toyota)
Formúla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira