Hægsteikt heiðagæsabringa með bláberjum 21. febrúar 2008 00:01 Eldunartími: 1 klst Hægsteikt heiðagæsabringa með bláberjum Leiðbeiningar Sósa:Höggvið beinin smátt og brúnið á pönnu í olíu uns dökkbrún. Setjið yfir til suðu í köldu vatninu. Skerið lauk, gulrót, sellerí og blaðlauk smátt og brúnið á pönnunni í olíu, kryddið með salti og pipar og bætið í pottinn. Bætið einiberjum, lárviðarlaufi, negulnöglum, piparkornum og timiani í pottinn og látið suðuna koma upp. Fleytið af froðu og látið sjóða í 2 tíma. Sigtið soðið í annan pott og látið sjóða niður uns ½ l er eftir, bætið rjómanum í og bragðbætið þá soðið með kjötkrafti, salti og pipar. Þykkið með sósujafnara og bætið í bláberjasultu. Endið á að taka sósuna af hitanum og þeyta köldu smjörinu í smá bitum út í og að endingu er bláberjunum bætt í sósuna en hún ekki látin sjóða eftir það.Matreiðsla:Hitið olíu á pönnu og brúnið bringurnar við meðalhita uns fallega brúnaðar, kryddið með salti og pipar og steikið við 100 c í 30-40 mínútur eftir stærð, takið úr ofninum og látið standa í nokkrar mínútur undir stykki til að láta safann setjast áður en kjötið er skorið.Framreiðsla:Gott er að bera fram smjörsteiktar soðnar kartöflur og soðnar sykurbaunir, gulrætur og smámais með gæsabringunum. 4 stk heiðagæsabringur 4 reyttar og sviðnar heiðagæsabringur og bein og læri af gæsunum olía til steikingar salt pipar 1 stk laukur 1 stk gulrót 2 stk sellerístilklar 0.3 stk blaðlaukur 2 stk lárviðarlauf 4 stk einiber 2 stk negulnaglar 6 stk Svört piparkorn 0.5 tsk. timjan 1 l vatn 4 msk bláberjasulta 1.5 dl. rjómi 100 g fersk bláber sósujafnari 40 g smjör kalt Uppskrift af Nóatún.is Gæs Jólamatur Uppskriftir Uppskriftir Nóatúns Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið
Eldunartími: 1 klst Hægsteikt heiðagæsabringa með bláberjum Leiðbeiningar Sósa:Höggvið beinin smátt og brúnið á pönnu í olíu uns dökkbrún. Setjið yfir til suðu í köldu vatninu. Skerið lauk, gulrót, sellerí og blaðlauk smátt og brúnið á pönnunni í olíu, kryddið með salti og pipar og bætið í pottinn. Bætið einiberjum, lárviðarlaufi, negulnöglum, piparkornum og timiani í pottinn og látið suðuna koma upp. Fleytið af froðu og látið sjóða í 2 tíma. Sigtið soðið í annan pott og látið sjóða niður uns ½ l er eftir, bætið rjómanum í og bragðbætið þá soðið með kjötkrafti, salti og pipar. Þykkið með sósujafnara og bætið í bláberjasultu. Endið á að taka sósuna af hitanum og þeyta köldu smjörinu í smá bitum út í og að endingu er bláberjunum bætt í sósuna en hún ekki látin sjóða eftir það.Matreiðsla:Hitið olíu á pönnu og brúnið bringurnar við meðalhita uns fallega brúnaðar, kryddið með salti og pipar og steikið við 100 c í 30-40 mínútur eftir stærð, takið úr ofninum og látið standa í nokkrar mínútur undir stykki til að láta safann setjast áður en kjötið er skorið.Framreiðsla:Gott er að bera fram smjörsteiktar soðnar kartöflur og soðnar sykurbaunir, gulrætur og smámais með gæsabringunum. 4 stk heiðagæsabringur 4 reyttar og sviðnar heiðagæsabringur og bein og læri af gæsunum olía til steikingar salt pipar 1 stk laukur 1 stk gulrót 2 stk sellerístilklar 0.3 stk blaðlaukur 2 stk lárviðarlauf 4 stk einiber 2 stk negulnaglar 6 stk Svört piparkorn 0.5 tsk. timjan 1 l vatn 4 msk bláberjasulta 1.5 dl. rjómi 100 g fersk bláber sósujafnari 40 g smjör kalt Uppskrift af Nóatún.is
Gæs Jólamatur Uppskriftir Uppskriftir Nóatúns Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið