Ávaxtafyllt önd með sósu 21. febrúar 2008 00:01 MatseldinFjöldi matargesta: 4Ávaxtafyllt önd með sósuÖndin er látin þiðna í ísskáp, innmatur og háls notað í soðið. Epli, appelsína, sveskjur og vínber sett í skál, púrtvíni hellt yfir og hrært, plast breitt yfir og látið standa í kæli til næsta dags. Þá eru ávextirnir teknir upp úr og látið drjúpa af þeim. Laukurinn er brúnaður í helmingnum af smjörinu í þykkbotna potti. Ávöxtunum bætt út í, látið krauma í um 5 mín. og síðan er brauðinu hrært saman við ásamt 3/4 af púrtvínsleginum, pipar og salti. Hrært vel og síðan er potturinn tekinn af hitanum og fyllingin látin kólna ögn. Ofninn hitaður í 225 gráður og andasoðið hitað. Fyllingin sett í öndina og saumað fyrir opin eða þeim lokað með kjötprjónum. Öndin krydduð með pipar og salti, lögð með bringuna niður á grind sem höfð er yfir steikarfati eða ofnskúffu og sjóðheitu soðinu hellt í fatið. Álpappír breiddur þétt yfir og öndin sett í ofninn. Eftir um 1 klst og 15 mín. er fatið tekið út og álpappírinn fjarlægður. Öndin pensluð með afganginum af púrtvíns-leginum, blönduðum sojasósu. Soðinu hellt úr steikarfatinu og öndin sett aftur í ofninn með bringuna upp. Pensluð aftur eftir 10-15 mínútur og síðan steikt í 15-20 mínútur í viðbót. Öndin er tekin út og látin standa í 10-15 mínútur áður en hún er borin fram. Á meðan öndin er að brúnast er sósan búin til. Mestöll fitan er fleytt ofan af og soðið mælt. Ef það er meira en 6-700 ml er það sett í pott og soðið rösklega niður smástund. Afgangurinn af smjörinu brætt í potti, hveitinu hrært saman við og látið krauma smástund og síðan er soðinu hrært saman við smátt og smátt og sósan bökuð upp. Látin malla við vægan hita í um 10 mín. og síðan smökkuð til.Uppskrift af Nóatún.is1 Stk. Önd 800 ml. Andarsoð , (OSCAR) 1 Stk. epli , afhýtt, kjarnstungið og skorið í bita 1 Stk. appelsína , afhýdd og skorin í bita 75 g sveskjur , steinlausar, skornar í bita 50 g vínber , steinlaus eða steinhreinsuð 100 ml. púrtvín , dökkt 50 g smjör 1 Stk. laukur , saxaður 1 Msk. sojasósa 100 g franskbrauð , skorpulaust, skorið í teninga pipar , nýmalaður salt 2 Msk. hveiti Jólamatur Sósur Uppskriftir Uppskriftir Nóatúns Önd Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið
MatseldinFjöldi matargesta: 4Ávaxtafyllt önd með sósuÖndin er látin þiðna í ísskáp, innmatur og háls notað í soðið. Epli, appelsína, sveskjur og vínber sett í skál, púrtvíni hellt yfir og hrært, plast breitt yfir og látið standa í kæli til næsta dags. Þá eru ávextirnir teknir upp úr og látið drjúpa af þeim. Laukurinn er brúnaður í helmingnum af smjörinu í þykkbotna potti. Ávöxtunum bætt út í, látið krauma í um 5 mín. og síðan er brauðinu hrært saman við ásamt 3/4 af púrtvínsleginum, pipar og salti. Hrært vel og síðan er potturinn tekinn af hitanum og fyllingin látin kólna ögn. Ofninn hitaður í 225 gráður og andasoðið hitað. Fyllingin sett í öndina og saumað fyrir opin eða þeim lokað með kjötprjónum. Öndin krydduð með pipar og salti, lögð með bringuna niður á grind sem höfð er yfir steikarfati eða ofnskúffu og sjóðheitu soðinu hellt í fatið. Álpappír breiddur þétt yfir og öndin sett í ofninn. Eftir um 1 klst og 15 mín. er fatið tekið út og álpappírinn fjarlægður. Öndin pensluð með afganginum af púrtvíns-leginum, blönduðum sojasósu. Soðinu hellt úr steikarfatinu og öndin sett aftur í ofninn með bringuna upp. Pensluð aftur eftir 10-15 mínútur og síðan steikt í 15-20 mínútur í viðbót. Öndin er tekin út og látin standa í 10-15 mínútur áður en hún er borin fram. Á meðan öndin er að brúnast er sósan búin til. Mestöll fitan er fleytt ofan af og soðið mælt. Ef það er meira en 6-700 ml er það sett í pott og soðið rösklega niður smástund. Afgangurinn af smjörinu brætt í potti, hveitinu hrært saman við og látið krauma smástund og síðan er soðinu hrært saman við smátt og smátt og sósan bökuð upp. Látin malla við vægan hita í um 10 mín. og síðan smökkuð til.Uppskrift af Nóatún.is1 Stk. Önd 800 ml. Andarsoð , (OSCAR) 1 Stk. epli , afhýtt, kjarnstungið og skorið í bita 1 Stk. appelsína , afhýdd og skorin í bita 75 g sveskjur , steinlausar, skornar í bita 50 g vínber , steinlaus eða steinhreinsuð 100 ml. púrtvín , dökkt 50 g smjör 1 Stk. laukur , saxaður 1 Msk. sojasósa 100 g franskbrauð , skorpulaust, skorið í teninga pipar , nýmalaður salt 2 Msk. hveiti
Jólamatur Sósur Uppskriftir Uppskriftir Nóatúns Önd Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið