Alonso vann í flóðljósunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. september 2008 14:21 Fernando Alonso frá Spáni vann sinn fyrsta sigur síðan í fyrra. Spánverjinn Fernando Alonso á Renault gerði sér lítið fyrir og vann Formúlu 1-mótið í Síngapor í dag. Þetta er fyrsti sigur Alonso síðan á Ítalíu í fyrra og fyrsti sigur Renault síðan í Japan árið 2006. Keppnin fór fram að næturlagi í Síngapor og fór því fram í flóðljósum sem er í fyrsta sinn í sögu Formúlunnar. Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji og þar sem að Ferrari-ökuþórinn Felipe Massa náði ekki í stig í dag er nú munur þeirra í stigakeppni ökumanna orðinn sjö stig. Massa var með forystuna í upphafi en varð að sætta sig við þrettánda sætið eftir vandræðagang á viðgerðarsvæðinu. Massa ók af stað þegar að bensíndælan var enn föst á bílnum. Þetta var kærkominn sigur fyrir Alonso sem hafði verið hraður á æfingum um helgina en vandræðagangur í tímatökunum gerði það að verkum að hann var fimmtándi á ráspól í dag. Alonso var á léttum bíl í upphafi sem gerði það að verkum að hann komst upp í ellefta sætið áður en að hann fór á viðgerðarsvæðið á tólfta hring. Hins vegar gerðist það á fimmtánda hring að Nelson Piquet lenti í árekstri sem þýddi að það þurfti að kalla út öryggisbílinn. Alonso var þá eini ökumaðurinn sem þurfti ekki að stoppa til að fá bensín og ný dekk. Eftir að allir höfðu stoppað var Alonso í fimmta sæti og náði að vinna sig upp í það fyrsta eftir það. Kimi Raikkönen á Ferrari klessukeyrði sinn bíl þegar fjórir hringir voru eftir. Nico Rosberg hafnaði í öðru sæti og Timo Glock í því fjórða. Sebastian Vettel varð fimmti, Nick Heidfeld sjötti og David Coulthard sjöundi. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso á Renault gerði sér lítið fyrir og vann Formúlu 1-mótið í Síngapor í dag. Þetta er fyrsti sigur Alonso síðan á Ítalíu í fyrra og fyrsti sigur Renault síðan í Japan árið 2006. Keppnin fór fram að næturlagi í Síngapor og fór því fram í flóðljósum sem er í fyrsta sinn í sögu Formúlunnar. Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji og þar sem að Ferrari-ökuþórinn Felipe Massa náði ekki í stig í dag er nú munur þeirra í stigakeppni ökumanna orðinn sjö stig. Massa var með forystuna í upphafi en varð að sætta sig við þrettánda sætið eftir vandræðagang á viðgerðarsvæðinu. Massa ók af stað þegar að bensíndælan var enn föst á bílnum. Þetta var kærkominn sigur fyrir Alonso sem hafði verið hraður á æfingum um helgina en vandræðagangur í tímatökunum gerði það að verkum að hann var fimmtándi á ráspól í dag. Alonso var á léttum bíl í upphafi sem gerði það að verkum að hann komst upp í ellefta sætið áður en að hann fór á viðgerðarsvæðið á tólfta hring. Hins vegar gerðist það á fimmtánda hring að Nelson Piquet lenti í árekstri sem þýddi að það þurfti að kalla út öryggisbílinn. Alonso var þá eini ökumaðurinn sem þurfti ekki að stoppa til að fá bensín og ný dekk. Eftir að allir höfðu stoppað var Alonso í fimmta sæti og náði að vinna sig upp í það fyrsta eftir það. Kimi Raikkönen á Ferrari klessukeyrði sinn bíl þegar fjórir hringir voru eftir. Nico Rosberg hafnaði í öðru sæti og Timo Glock í því fjórða. Sebastian Vettel varð fimmti, Nick Heidfeld sjötti og David Coulthard sjöundi.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira