Alexander Hleb er nú í Barcelona þar sem hann er í læknisskoðun vegna fyrirhugaðra félagaskipta sinna frá Arsenal. Hann ætlar sér stóra hluti með Katalóníufélaginu.
"Ég elska þetta félag. Ég talaði við þjálfarann og það var gott að heyra að hann vildi fá mig hingað. Ég mun gera mitt besta því ég vil vinna alla titla sem í boði eru," sagði Hleb í viðtali á heimasíðu Barcelona nú rétt áðan.