Fótbolti

Vantrauststillagan orðin að veruleika

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joan Laporta, forseti Barcelona.
Joan Laporta, forseti Barcelona. Nordic Photos / AFP

Barcelona hefur staðfest að þann 6. júlí næstkomandi munu meðlimir félagsins kjósa hvort lýsa beri vantrausti á Joan Laporta, forseta félagsins, og stjórn þess.

Maður að nafni Oriol Giralt bar tillöguna upp á borð og eftir að ljóst var að hans fólk hefði safnað þeim undirskriftum sem þurfti til hefur nú félagið staðfest að kosningin fari fram.

Meira en 65 prósent meðlima félagsins þurfa að samþykkja tillöguna svo hún öðlist gildi. Hann á eins og er tvö ár eftir af kjörtímabili sínu og má ekki bjóða sig fram aftur.

En verði tillagan samþykkt þarf að kjósa nýja stjórn og verður það líklegast gert í september næstkomandi.

Það þýðir að á þessu tveggja mánaða tímabili verður félagið í miklu limbói og þykir líklegt að leikmannakaup og -sölur verði frystar þar til ný stjórn tekur við völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×