Dollar sjaldan sterkari 4. september 2008 00:01 Gengi Bandaríkjadals gagnvart krónu hefur ekki verið hærra í tæp sex ár. „Efnahagslífið í Bandaríkjunum gaf fyrr eftir en á evrusvæðinu. Það skýrir að hluta styrkingu Bandaríkjadals nú,“ segir Tómas Brynjólfsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Gengi Bandaríkjadals fór yfir 85 íslenskar krónur í gær. Gengi sem þetta hefur ekki sést síðan seint í desember 2002 þegar dalurinn var að koma niður úr methæðum. Hæst fór gengið í 110,39 krónum í nóvember árið 2001. Tómas bendir á að Bandaríkjadalur hafi verið að sækja í sig veðrið gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum síðustu daga eftir veikingu frá fyrrahausti. Á móti hafi evran staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið og því hafi mátt búast við að eðlilegt væri að hún gæfi eitthvað eftir. Nýlegar tölur sem sýna hraða veikingu hagkerfis evrusvæðisins hafa aukið þrýstinginn. Krónan hefur á móti veikst um rúm 25 prósent frá áramótum. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að hún muni haldast veik áfram, við 155 stigin, fram á næsta vor. Hún stóð í rúmum 160 stigum í gær. Þróunin hefur haft sitt að segja um verð á innfluttum vörum frá Bandaríkjunum. Átta gígabita iPod-tónlistarspilari sem kostaði 25 þúsund krónur í nóvember í fyrra í Apple-versluninni kostar nú tæpar 33 þúsund krónur. Munurinn nemur 32 prósentum. - jab Markaðir Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
„Efnahagslífið í Bandaríkjunum gaf fyrr eftir en á evrusvæðinu. Það skýrir að hluta styrkingu Bandaríkjadals nú,“ segir Tómas Brynjólfsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Gengi Bandaríkjadals fór yfir 85 íslenskar krónur í gær. Gengi sem þetta hefur ekki sést síðan seint í desember 2002 þegar dalurinn var að koma niður úr methæðum. Hæst fór gengið í 110,39 krónum í nóvember árið 2001. Tómas bendir á að Bandaríkjadalur hafi verið að sækja í sig veðrið gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum síðustu daga eftir veikingu frá fyrrahausti. Á móti hafi evran staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið og því hafi mátt búast við að eðlilegt væri að hún gæfi eitthvað eftir. Nýlegar tölur sem sýna hraða veikingu hagkerfis evrusvæðisins hafa aukið þrýstinginn. Krónan hefur á móti veikst um rúm 25 prósent frá áramótum. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að hún muni haldast veik áfram, við 155 stigin, fram á næsta vor. Hún stóð í rúmum 160 stigum í gær. Þróunin hefur haft sitt að segja um verð á innfluttum vörum frá Bandaríkjunum. Átta gígabita iPod-tónlistarspilari sem kostaði 25 þúsund krónur í nóvember í fyrra í Apple-versluninni kostar nú tæpar 33 þúsund krónur. Munurinn nemur 32 prósentum. - jab
Markaðir Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira