Sigurgangan Einar Már Jónsson skrifar 24. september 2008 06:30 Næsti áfanginn sem boðaður hefur verið í sigurgöngu frjálshyggjunnar í Frakklandi er sá að einkavæða póstþjónustuna. Reyndar er undirbúningurinn þegar kominn nokkuð á veg; í því pósthúsi þar sem ég ven komur mínar lýsir hann sér á þann hátt, að búið er að fækka lúgunum um helming, í staðinn er farið að selja brogaðan pappírsvarning af ýmsu tagi, og starfsfólkið lætur sér ekki nægja að afgreiða heldur býður mönnum með sefandi rödd, og væntanlega sérþjálfaðri, upp á alls kyns þjónustu sem fæstir hafa nokkuð við að gera. Þannig er póstþjónustan smám saman að fá á sig svipmót gróðavænlegs einkafyrirtækis. Allt þetta hefur nú gerst nokkurn veginn þegjandi og hljóðalaust, það eru einhverjir skuggasveinar sem ráða ferðinni og þeir hafa ekki leitað álits nokkurs lifandi manns. En þar sem pósturinn er opinber þjónusta sem hefur verið við lýði öldum saman og gegnir afskaplega mikilvægu hlutverki í Frakklandi (vafalaust meira en á Íslandi), eru nú komnar raddir sem vilja að staldrað verði við og vilji almennings kannaður áður en lengra er haldið. Og nú vill svo til að það er hægt. Samkvæmt stjórnarskrárbreytingu sem gerð var í vor verður að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu ef einn fimmti hluti þingmanna - sem sé 182 þingmenn í þjóðþingi eða öldungadeild - krefjast þess og þeir hafa stuðning tíunda hluta kjósenda, eða um 4,5 milljóna manna. Því er nú komin upp hreyfing manna sem heimta þjóðaratkvæðagreiðslu um einkavæðingu póstþjónustunnar. Hvers vegna hafa menn efasemdir um ágæti þessarar einkavæðingar? Tilgangslaust er að leita í smiðju hagfræðinga sem kyrja nú allir sama sönginn um ágæti frjálshyggjunnar og benda auk þess á einhver fyrirmæli frá Brussel sem eigi að taka gildi 1. janúar 2011. Eins og fyrri daginn eru það helst rithöfundar, í tengslum við mannlífið, sem kunna skil á því hvaða ásjónu þessi einkavæðing opinberrar þjónustu snýr að venjulegu fólki. Einn þeirra, Benoit Duteurtre, tók nýlega dæmi af því hvernig breytingar af þessu tagi hefðu leikið símann. Hann var á ferli í sumar eftir einhverjum villugötum í Alpafjöllum og þurfti að hringja í hótel til að láta vita um komutíma. Allir gemsar voru steindauðir á þessu svæði en sem betur fer komst hann í símaklefa í litlu þorpi, og varð að gera sér að góðu þótt gjaldið fyrir eitt símtal innanhéraðs hefði tuttugufaldast síðan allar reglur voru afnumdar í einkavæðingunni. En nú voru góð ráð dýr, hann vissi ekki um símanúmer hótelsins. Áður fyrr var slíkt enginn vandi, hann gat þá hringt í upplýsingar, í númer 12, og það var ókeypis þegar talað var úr símaklefa. En nú var búið að einkavæða upplýsingarnar, mörg fyrirtæki kepptu um þann breiða markað, og rithöfundurinn hafði ekki sett á sig númer þeirra í því mikla og hávaðasama auglýsingaflóði sem þeirri einkavæðingu fylgdi. Áður var númerið 12 kyrfilega letrað í símaklefunum, en nú var engar upplýsingar þar að fá um þessi nýju upplýsinganúmer, slíkt hefði verið brot gegn reglum um samkeppni. Rithöfundurinn greip samt til þess örþrifaráðs að hringja í númer 12, og þá kom sjálfvirkur símsvari sem sagði að það númer væri ekki lengur til, í staðinn væru komin sex stafa númer „sem byrjuðu á 118". Meira mátti ekki segja, það hefði líka verið brot á reglum um samkeppni. Um síðir tókst rithöfundinum að fá símanúmer upplýsingafyrirtækis hjá velviljuðum þorpsbúa. Það kostaði sitt að hringja, og svo kom í símann stúlkurödd með sterkan hreim. Svo var að heyra að búið væri að flytja þessa upplýsingaþjónustu til Norður-Afríku, þar sem starfsmenn fá sultarlaun meðan fyrrverandi ríkisstarfsmenn í Frakklandi lifa á lægstu atvinnuleysisbótum. Þegar þessum símtölum var lokið, var ekki annað fyrir rithöfundinn að gera en hugleiða orðræður trúboða frjálshyggjunnar um það hvernig allir myndu hagnast á einkavæðingu og frjálsri samkeppni, fyrirtækin, starfsmennirnir og þó einkum neytendurnir sem myndu njóta góðs af lægra verði og betri þjónustu. Þetta vita sennilega flestir aðrir en þeir hagfræðingar og stjórnmálamenn sem stjórna. En þá kemur spurningin: verður þjóðaratkvæðagreiðsla? Það er mjög óvíst. Þeirri kenningu er nú þegar veifað að þetta mál sé allt of flókið og erfitt til að hægt sé að leggja það undir almenning. Sósíalistaflokkurinn virðist tregur og klofinn, hann vill ekki fá á sig það orð að hann standi á móti efnahagsframförum. Og almenningur? Á þeim tíma þegar þær raddir hljóma stöðugt skærara, með Sarkozy sem forsöngvara, að nauðsynlegt sé að láta Íra kjósa aftur, því þeir kusu víst ekki rétt í sinni þjóðaratkvæðagreiðslu, virðist hann ekki hafa mikla trú á að slíkar kosningar geti leitt til neins. Með Evrópulýðræðinu má þannig spara atkvæðagreiðslur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun
Næsti áfanginn sem boðaður hefur verið í sigurgöngu frjálshyggjunnar í Frakklandi er sá að einkavæða póstþjónustuna. Reyndar er undirbúningurinn þegar kominn nokkuð á veg; í því pósthúsi þar sem ég ven komur mínar lýsir hann sér á þann hátt, að búið er að fækka lúgunum um helming, í staðinn er farið að selja brogaðan pappírsvarning af ýmsu tagi, og starfsfólkið lætur sér ekki nægja að afgreiða heldur býður mönnum með sefandi rödd, og væntanlega sérþjálfaðri, upp á alls kyns þjónustu sem fæstir hafa nokkuð við að gera. Þannig er póstþjónustan smám saman að fá á sig svipmót gróðavænlegs einkafyrirtækis. Allt þetta hefur nú gerst nokkurn veginn þegjandi og hljóðalaust, það eru einhverjir skuggasveinar sem ráða ferðinni og þeir hafa ekki leitað álits nokkurs lifandi manns. En þar sem pósturinn er opinber þjónusta sem hefur verið við lýði öldum saman og gegnir afskaplega mikilvægu hlutverki í Frakklandi (vafalaust meira en á Íslandi), eru nú komnar raddir sem vilja að staldrað verði við og vilji almennings kannaður áður en lengra er haldið. Og nú vill svo til að það er hægt. Samkvæmt stjórnarskrárbreytingu sem gerð var í vor verður að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu ef einn fimmti hluti þingmanna - sem sé 182 þingmenn í þjóðþingi eða öldungadeild - krefjast þess og þeir hafa stuðning tíunda hluta kjósenda, eða um 4,5 milljóna manna. Því er nú komin upp hreyfing manna sem heimta þjóðaratkvæðagreiðslu um einkavæðingu póstþjónustunnar. Hvers vegna hafa menn efasemdir um ágæti þessarar einkavæðingar? Tilgangslaust er að leita í smiðju hagfræðinga sem kyrja nú allir sama sönginn um ágæti frjálshyggjunnar og benda auk þess á einhver fyrirmæli frá Brussel sem eigi að taka gildi 1. janúar 2011. Eins og fyrri daginn eru það helst rithöfundar, í tengslum við mannlífið, sem kunna skil á því hvaða ásjónu þessi einkavæðing opinberrar þjónustu snýr að venjulegu fólki. Einn þeirra, Benoit Duteurtre, tók nýlega dæmi af því hvernig breytingar af þessu tagi hefðu leikið símann. Hann var á ferli í sumar eftir einhverjum villugötum í Alpafjöllum og þurfti að hringja í hótel til að láta vita um komutíma. Allir gemsar voru steindauðir á þessu svæði en sem betur fer komst hann í símaklefa í litlu þorpi, og varð að gera sér að góðu þótt gjaldið fyrir eitt símtal innanhéraðs hefði tuttugufaldast síðan allar reglur voru afnumdar í einkavæðingunni. En nú voru góð ráð dýr, hann vissi ekki um símanúmer hótelsins. Áður fyrr var slíkt enginn vandi, hann gat þá hringt í upplýsingar, í númer 12, og það var ókeypis þegar talað var úr símaklefa. En nú var búið að einkavæða upplýsingarnar, mörg fyrirtæki kepptu um þann breiða markað, og rithöfundurinn hafði ekki sett á sig númer þeirra í því mikla og hávaðasama auglýsingaflóði sem þeirri einkavæðingu fylgdi. Áður var númerið 12 kyrfilega letrað í símaklefunum, en nú var engar upplýsingar þar að fá um þessi nýju upplýsinganúmer, slíkt hefði verið brot gegn reglum um samkeppni. Rithöfundurinn greip samt til þess örþrifaráðs að hringja í númer 12, og þá kom sjálfvirkur símsvari sem sagði að það númer væri ekki lengur til, í staðinn væru komin sex stafa númer „sem byrjuðu á 118". Meira mátti ekki segja, það hefði líka verið brot á reglum um samkeppni. Um síðir tókst rithöfundinum að fá símanúmer upplýsingafyrirtækis hjá velviljuðum þorpsbúa. Það kostaði sitt að hringja, og svo kom í símann stúlkurödd með sterkan hreim. Svo var að heyra að búið væri að flytja þessa upplýsingaþjónustu til Norður-Afríku, þar sem starfsmenn fá sultarlaun meðan fyrrverandi ríkisstarfsmenn í Frakklandi lifa á lægstu atvinnuleysisbótum. Þegar þessum símtölum var lokið, var ekki annað fyrir rithöfundinn að gera en hugleiða orðræður trúboða frjálshyggjunnar um það hvernig allir myndu hagnast á einkavæðingu og frjálsri samkeppni, fyrirtækin, starfsmennirnir og þó einkum neytendurnir sem myndu njóta góðs af lægra verði og betri þjónustu. Þetta vita sennilega flestir aðrir en þeir hagfræðingar og stjórnmálamenn sem stjórna. En þá kemur spurningin: verður þjóðaratkvæðagreiðsla? Það er mjög óvíst. Þeirri kenningu er nú þegar veifað að þetta mál sé allt of flókið og erfitt til að hægt sé að leggja það undir almenning. Sósíalistaflokkurinn virðist tregur og klofinn, hann vill ekki fá á sig það orð að hann standi á móti efnahagsframförum. Og almenningur? Á þeim tíma þegar þær raddir hljóma stöðugt skærara, með Sarkozy sem forsöngvara, að nauðsynlegt sé að láta Íra kjósa aftur, því þeir kusu víst ekki rétt í sinni þjóðaratkvæðagreiðslu, virðist hann ekki hafa mikla trú á að slíkar kosningar geti leitt til neins. Með Evrópulýðræðinu má þannig spara atkvæðagreiðslur.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun