Didier Drogba segist ekki hafa áhuga á því að yfirgefa Chelsea. Þessi sterki sóknarmaður hefur sterklega verið orðaður við AC Milan og Inter en verður áfram á Englandi.
Drogba var sjálfur ómyrkur í máli í fjölmiðlum eftir að Jose Mourinho var rekinn frá Chelsea og vildi komast burt. Hann sér í dag eftir þessum ummælum sínum og segist hæstánægður með lífið á Stamford Bridge.