Fjölskylduböndin sterk hjá Massa og Hamilton 31. október 2008 04:14 Lewis Hamilton og Felipe Massa berjast um titilinn um helgina, en David Couthard keppir í síðasta Formúlu 1 mótinu á sunnudaginn. Mynd: Getty Images Kapparnir tveir sem keppa til úrslita um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 eiga það sameiginlegt að fjölskyldur þeirra hafa staðið að baki þeim gegnum súrt og sætt. Bæði Lewis Hamilton og Felipe Massa hafa keppt i akstursíþróttum frá unga aldri og enn þann daginn í dag ferðast fjölskyldur þeirra með þeim víða um allan heim, þegar þeir keppa í kappakstri. Massa mun njóta þess að vera á heimavelli á Interlagos brautinni í Brasilíu þar sem þeir keppa til úrslita um meistaratitilinn. Hamilton er í sterkari stöðu þar sem hann hefur sjö stiga forskot. "Fjölskylda hefur alltaf verið mér mikilvæg og hefur fylgt mér frá því ég var að keppa í kart kappakstri sem polli. Ég tel að það sé ákaflega mikilvægt að einkalífið sé traust og fjölskylduböndins sterk, svo árangur náist í vinnunni. Sama hvað fólk fæst við. Ég fer þó ekkert sérlega vel að ráðum móður minnar sem er alltaf að reyna að hægja á mér", sagði Massa. Besti vinur hans er Robert Smedley sem er jafnframt aðal tæknimaður hans í mótum hjá Ferrari. Faðir Hamilton er jafnframt umboðsmaður hans. Anthony mætir á öll mót og gætir þess að sonurinn líði engan skort, innan eða utan brautar. "Það er augljóst að ég er alltaf með fjölskylduna með mér og finn fyrir stuðning þeirra. Þau hafa lagt mikið á sig svo ég gæti staðið í þeim sporum sem ég er í. Án þeirra hefði ég ekki náð svona langt", sagði Hamilton. Báðir eru hrifnir af Intgerlagos brautinni, en Massa var nánast alinn upp á brautinni á sínum yngri árum og sendist með mat á mótsstað áður en hann komst til vegs og virðingar innan Formúlu 1. Fyrstu æfingar keppnisliða eru í dag og verða æfingarnar tvær í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.55 og 15.55. Þrumuveðri er spáð fyrir kappaksturinn á sunnudag og blikur verða á lofti hvað veður varðar alla helgina. Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Kapparnir tveir sem keppa til úrslita um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 eiga það sameiginlegt að fjölskyldur þeirra hafa staðið að baki þeim gegnum súrt og sætt. Bæði Lewis Hamilton og Felipe Massa hafa keppt i akstursíþróttum frá unga aldri og enn þann daginn í dag ferðast fjölskyldur þeirra með þeim víða um allan heim, þegar þeir keppa í kappakstri. Massa mun njóta þess að vera á heimavelli á Interlagos brautinni í Brasilíu þar sem þeir keppa til úrslita um meistaratitilinn. Hamilton er í sterkari stöðu þar sem hann hefur sjö stiga forskot. "Fjölskylda hefur alltaf verið mér mikilvæg og hefur fylgt mér frá því ég var að keppa í kart kappakstri sem polli. Ég tel að það sé ákaflega mikilvægt að einkalífið sé traust og fjölskylduböndins sterk, svo árangur náist í vinnunni. Sama hvað fólk fæst við. Ég fer þó ekkert sérlega vel að ráðum móður minnar sem er alltaf að reyna að hægja á mér", sagði Massa. Besti vinur hans er Robert Smedley sem er jafnframt aðal tæknimaður hans í mótum hjá Ferrari. Faðir Hamilton er jafnframt umboðsmaður hans. Anthony mætir á öll mót og gætir þess að sonurinn líði engan skort, innan eða utan brautar. "Það er augljóst að ég er alltaf með fjölskylduna með mér og finn fyrir stuðning þeirra. Þau hafa lagt mikið á sig svo ég gæti staðið í þeim sporum sem ég er í. Án þeirra hefði ég ekki náð svona langt", sagði Hamilton. Báðir eru hrifnir af Intgerlagos brautinni, en Massa var nánast alinn upp á brautinni á sínum yngri árum og sendist með mat á mótsstað áður en hann komst til vegs og virðingar innan Formúlu 1. Fyrstu æfingar keppnisliða eru í dag og verða æfingarnar tvær í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.55 og 15.55. Þrumuveðri er spáð fyrir kappaksturinn á sunnudag og blikur verða á lofti hvað veður varðar alla helgina.
Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira