Flatskjár og platskjár Guðmundur Andri Thorsson skrifar 27. október 2008 06:00 Nokkuð er nú talað um að við þurfum öll að líta í eigin barm. Sagt er að við höfum öll dáð svo mjög útrásarvíkingana að við séum jafnvel á einhvern hátt samsek - ekki síst þau okkar sem varð það á að kaupa sér flatskjássjónvarp sem ævinlega er talað um eins og einhvers konar hástig óráðsíu Íslendinga, gott ef ekki sambærilega dellunni í auðmönnunum. BlygðunTali hver fyrir sig: sjálfur er ég ekki nógu mikið skáld til að botna í íslenskum viðskiptaháttum, og hef aldrei náð þeim þroska að fyllast aðdáun á athafnaskáldum sem seldu sér sautján sinnum dönsk héraðsflugfélög og báru sig borginmannlega á heimstorgunum.Þvert á móti: ég fyrirvarð mig. Og ég var ekki einn um það: ég held satt að segja að flestum venjulegum Íslendingum hafi verið svipað innanbrjósts andspænis þessu brölti í útlöndum. Ég held að mjög sé orðum aukin aðdáun Íslendinga á mönnunum sem auðguðust á því að fífla fólk til að kaupa hlutabréf í Decode á uppsprengdu verði eða hinum sem komu undir sig fótunum með grænmetislaunráðum í Öskjuhlíð. Þó að fólk hafi kannski ekki haft um það mörg orð þá held ég að orðið „aðdáun" lýsi ekki þeim kenndum sem umsvif þessara manna vöktu í brjósti hins almenna Íslendings. Nær væri að tala um undrun, blygðun og skömm.Ég man hversu fáránlega mér leið á Borgundarhólmi sumarið 2006 þegar gömul dönsk kona sagði við mig á einhvern þann ásakandi hátt sem bara gamlar danskar konur eiga til: Þið eruð alltaf að kaupa!Hvað gat ég sagt? Að ég hefði ekkert keypt nýlega annað en ís? Það tók því ekki - en ég man vel hve mér leiddist þetta, að vera dreginn í dilk með þessum uppskafningum sem óðu um Danmörku og þóttust ætla að kenna Dönum kaupskap.Ég man hvað mér leiddist að þetta skyldi vera ásýnd þjóðar minnar í huga gamalla danskra kvenna - jafn bjánalegt og hið eilífa tal um Sagöen gat orðið þá var það þó helmingi skárra en þessi ímynd hins nýríka oflátungs. Ég man ég hugsaði: hvað eru þeir að flækjast þetta? GrínistarnirÞeir voru að flytja út íslenskt hugvit - séríslenskt viðskiptavit. Eríkur Guðmundsson rifjaði það upp í leiftrandi Víðsjárpistli síðasta fimmtudag hvernig Halldór Laxness lýsir íslenskum athafnamönnum í Kristnihaldinu. Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?Og svarað: „Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér" (Kristnihald undir Jökli, bls. 301).Raunar hefur manni orðið tíðhugsað að undanförnu til annarrar skáldsögu eftir Halldór. Sjálfstætt fólk er ekki bara um manninn sem sáir í akur óvinar síns eins og segir þar heldur líka um þá stefnu að vera engum háður, ekki í bandalagi við neinn, geta allt sjálfur, gera allt sjálfur, finna sínar sérlausnir á öllu; hún er um þvergirðingsháttinn, þrjóskuna og blinduna á það sem aðrir kunna fram að færa. Og hið óhjákvæmilega hrun.Hún er lýsing á sjálfstæðisstefnunni. Við erum núna með Bjarti uppi á reginheiði á leið til að endurreisa Sumarhús, en við munum aldrei ná þangað og Ásta Sóllilja er að deyja. Ekki í okkar nafni @Megin-Ol Idag 8,3p :Undanfarin ár hafa ráðamenn reynt að telja okkur trú um að almenn efnahagslögmál eigi ekki við á Íslandi og að Íslendingar hafi fundið sérstaka leið til velgengni með því að safna bara nógu miklum skuldum. Svo hróðu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Nokkuð er nú talað um að við þurfum öll að líta í eigin barm. Sagt er að við höfum öll dáð svo mjög útrásarvíkingana að við séum jafnvel á einhvern hátt samsek - ekki síst þau okkar sem varð það á að kaupa sér flatskjássjónvarp sem ævinlega er talað um eins og einhvers konar hástig óráðsíu Íslendinga, gott ef ekki sambærilega dellunni í auðmönnunum. BlygðunTali hver fyrir sig: sjálfur er ég ekki nógu mikið skáld til að botna í íslenskum viðskiptaháttum, og hef aldrei náð þeim þroska að fyllast aðdáun á athafnaskáldum sem seldu sér sautján sinnum dönsk héraðsflugfélög og báru sig borginmannlega á heimstorgunum.Þvert á móti: ég fyrirvarð mig. Og ég var ekki einn um það: ég held satt að segja að flestum venjulegum Íslendingum hafi verið svipað innanbrjósts andspænis þessu brölti í útlöndum. Ég held að mjög sé orðum aukin aðdáun Íslendinga á mönnunum sem auðguðust á því að fífla fólk til að kaupa hlutabréf í Decode á uppsprengdu verði eða hinum sem komu undir sig fótunum með grænmetislaunráðum í Öskjuhlíð. Þó að fólk hafi kannski ekki haft um það mörg orð þá held ég að orðið „aðdáun" lýsi ekki þeim kenndum sem umsvif þessara manna vöktu í brjósti hins almenna Íslendings. Nær væri að tala um undrun, blygðun og skömm.Ég man hversu fáránlega mér leið á Borgundarhólmi sumarið 2006 þegar gömul dönsk kona sagði við mig á einhvern þann ásakandi hátt sem bara gamlar danskar konur eiga til: Þið eruð alltaf að kaupa!Hvað gat ég sagt? Að ég hefði ekkert keypt nýlega annað en ís? Það tók því ekki - en ég man vel hve mér leiddist þetta, að vera dreginn í dilk með þessum uppskafningum sem óðu um Danmörku og þóttust ætla að kenna Dönum kaupskap.Ég man hvað mér leiddist að þetta skyldi vera ásýnd þjóðar minnar í huga gamalla danskra kvenna - jafn bjánalegt og hið eilífa tal um Sagöen gat orðið þá var það þó helmingi skárra en þessi ímynd hins nýríka oflátungs. Ég man ég hugsaði: hvað eru þeir að flækjast þetta? GrínistarnirÞeir voru að flytja út íslenskt hugvit - séríslenskt viðskiptavit. Eríkur Guðmundsson rifjaði það upp í leiftrandi Víðsjárpistli síðasta fimmtudag hvernig Halldór Laxness lýsir íslenskum athafnamönnum í Kristnihaldinu. Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?Og svarað: „Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér" (Kristnihald undir Jökli, bls. 301).Raunar hefur manni orðið tíðhugsað að undanförnu til annarrar skáldsögu eftir Halldór. Sjálfstætt fólk er ekki bara um manninn sem sáir í akur óvinar síns eins og segir þar heldur líka um þá stefnu að vera engum háður, ekki í bandalagi við neinn, geta allt sjálfur, gera allt sjálfur, finna sínar sérlausnir á öllu; hún er um þvergirðingsháttinn, þrjóskuna og blinduna á það sem aðrir kunna fram að færa. Og hið óhjákvæmilega hrun.Hún er lýsing á sjálfstæðisstefnunni. Við erum núna með Bjarti uppi á reginheiði á leið til að endurreisa Sumarhús, en við munum aldrei ná þangað og Ásta Sóllilja er að deyja. Ekki í okkar nafni @Megin-Ol Idag 8,3p :Undanfarin ár hafa ráðamenn reynt að telja okkur trú um að almenn efnahagslögmál eigi ekki við á Íslandi og að Íslendingar hafi fundið sérstaka leið til velgengni með því að safna bara nógu miklum skuldum. Svo hróðu
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun