Sólþurrkaðir tómatar, pestó og svartar ólífur 12. apríl 2008 00:01 Kjúklingabringur er hægt að matreiða á svo skemmtilegan og margvíslegan hátt og því er gott að leyfa ímyndunaraflinu að ráða. Fréttablaðið/Rósa Katrín Rós Baldursdóttir líffræðingur er af mörgum sögð vera meistarakokkur. Ímyndunarafl Katrínar í eldhúsinu er óendanlegt og hefur hún borið á borð hvern frábæran réttinn á fætur öðrum. Katrín Rós lumar á fjölmörgum uppskriftum að girnilegum kjúklingaréttum úr kjúklingabringum og eina uppskrift, sem hefur verið í miklu uppáhaldi, fékk hún hjá vinkonu sinni. „Úr kjúklingi er hægt að gera svo marga bragðgóða og frábæra rétti. Ég luma á tugum uppskrifta þar sem kjúklingabringur eru í aðalhlutverki. Uppskriftirnar sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina koma héðan og þaðan og það eru alltaf nýjar að bætast við í safnið,“ segir Katrín. Ein af uppáhaldsuppskriftum Katrínar er afar einföld og tekur alls ekki langan tíma. Það sem þarf í réttinn er fjórar kjúklingabringur, rautt pestó, sólþurrkaðir tómatar, svartar ólífur, ein og hálf dós af rjómaosti með sólþurrkuðum tómötum, einn piparostur og þrír fjórðu úr pela af matreiðslurjóma. Í sósuna fer ein dós af rjómaostinum, hálfur piparostur og matreiðslurjóminn. „Aðferðin er fljótleg og góð en byrjað er á því að kljúfa bringurnar í tvennt þannig að tvær þunnar sneiðar verði úr hverri bringu. Bringurnar eru síðan penslaðar með pestóinu. Á aðra hlið bringnanna er sett ein teskeið af rjómaosti, sólþurrkaðir tómatar og ólífur. Þegar þetta er komið er bringunum rúllað upp og þær festar saman með tannstönglum. Sósunni er hellt í eldfast mót og bringunum er svo raðað í mótið og bakaðar við 180 til 200 gráður í ofni,“ útskýrir Katrín. Með bringunum er gott að bera fram salat með vínberjum, tómötum, rauðlauk og feta-osti. Einnig er mjög gott að sögn Katrínar að hafa með kartöflubáta sem eru búnir til þannig að kartöflurnar eru skornar í tvennt langsum og síðan skorið í þær „rúðumynstur“. Kartöflurnar eru svo penslaðar með olíu sem hefur verið blönduð með kjöt- og grillkryddi. Hafa þarf í huga að kartöflurnar þurfa klukkutíma inni í ofni við 180-200 gráður. Katrín Rós segir að kjúklingabringur sé hægt að matreiða á margvíslegan skemmtilegan hátt og gott sé að leyfa ímyndunaraflinu að ráða. Fréttablaðið/Rósa Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Katrín Rós Baldursdóttir líffræðingur er af mörgum sögð vera meistarakokkur. Ímyndunarafl Katrínar í eldhúsinu er óendanlegt og hefur hún borið á borð hvern frábæran réttinn á fætur öðrum. Katrín Rós lumar á fjölmörgum uppskriftum að girnilegum kjúklingaréttum úr kjúklingabringum og eina uppskrift, sem hefur verið í miklu uppáhaldi, fékk hún hjá vinkonu sinni. „Úr kjúklingi er hægt að gera svo marga bragðgóða og frábæra rétti. Ég luma á tugum uppskrifta þar sem kjúklingabringur eru í aðalhlutverki. Uppskriftirnar sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina koma héðan og þaðan og það eru alltaf nýjar að bætast við í safnið,“ segir Katrín. Ein af uppáhaldsuppskriftum Katrínar er afar einföld og tekur alls ekki langan tíma. Það sem þarf í réttinn er fjórar kjúklingabringur, rautt pestó, sólþurrkaðir tómatar, svartar ólífur, ein og hálf dós af rjómaosti með sólþurrkuðum tómötum, einn piparostur og þrír fjórðu úr pela af matreiðslurjóma. Í sósuna fer ein dós af rjómaostinum, hálfur piparostur og matreiðslurjóminn. „Aðferðin er fljótleg og góð en byrjað er á því að kljúfa bringurnar í tvennt þannig að tvær þunnar sneiðar verði úr hverri bringu. Bringurnar eru síðan penslaðar með pestóinu. Á aðra hlið bringnanna er sett ein teskeið af rjómaosti, sólþurrkaðir tómatar og ólífur. Þegar þetta er komið er bringunum rúllað upp og þær festar saman með tannstönglum. Sósunni er hellt í eldfast mót og bringunum er svo raðað í mótið og bakaðar við 180 til 200 gráður í ofni,“ útskýrir Katrín. Með bringunum er gott að bera fram salat með vínberjum, tómötum, rauðlauk og feta-osti. Einnig er mjög gott að sögn Katrínar að hafa með kartöflubáta sem eru búnir til þannig að kartöflurnar eru skornar í tvennt langsum og síðan skorið í þær „rúðumynstur“. Kartöflurnar eru svo penslaðar með olíu sem hefur verið blönduð með kjöt- og grillkryddi. Hafa þarf í huga að kartöflurnar þurfa klukkutíma inni í ofni við 180-200 gráður. Katrín Rós segir að kjúklingabringur sé hægt að matreiða á margvíslegan skemmtilegan hátt og gott sé að leyfa ímyndunaraflinu að ráða. Fréttablaðið/Rósa
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira