Gjaldmiðill í andarslitrunum Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 29. september 2008 07:15 Ellefu hundruð fyrirtæki verða gjaldþrota á árinu, reynist spár Creditinfo réttar, sem er um 65 prósenta aukning frá síðasta ári. Þá er ótalinn sá fjöldi einstaklinga sem mun ekki ráða við samdráttinn. Það er raunar svo að bjartsýnisraddirnar eru orðnar fáar og fjarlægar, og þeir sem á vormánuðum reyndu að draga í efa þungar spár Seðlabanka og fleiri um dimmar framtíðarhorfur eru nú þagnaðir. Eins og sjá má í Fréttablaðinu í dag er almenningur mjög uggandi yfir ástandinu og sjá ekki hverjar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru til aðstoðar. Bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa gefið í skyn að fjárlögin, sem kynnt verða á miðvikudag, verði þannig úr garði gerð að íslenska ríki verði rekið með þó nokkrum halla, til að vega upp á móti samdrætti. Þannig verði lítið eða ekkert dregið úr opinberum framkvæmdum, sem ætti að koma framkvæmdafyrirtækjum til góða; þeim fyrirtækjum sem eiga hvað helst undir högg að sækja nú. Það er þrennt sem þarf að hafa áhyggjur af; vextir, gengisþróun og verðbólga. Vextir eru það háir að einstaklingar og fyrirtæki geta ekki staðið undir þeim, en verða samt sem áður að þiggja lán á þeim vöxtum sem bjóðast. Nú er það orðið að keppni við tímann að reynast nógu burðugur aðeins lengur til að hreinlega lifa af þangað til þessir háu vextir fara loks að bíta á verðbólguna, þannig að Seðlabankinn geti farið að lækka stýrivextina. Þrátt fyrir að vextir yrðu lækkaðir hið snarasta myndi það ekki duga til fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Bankarnir þurfa að komast í þá stöðu að geta veitt lán, bæði í íslenskum krónum og erlendri mynt; vera nógu traustir til að geta verið bakhjarlar atvinnulífsins. Við það bætist að gjaldeyrisskortur blasir við, eins og kom fram í fréttum í gær, ef blessuð krónan fer ekki að styrkjast. Eins og langflestir hafa orðið varir við hafa lán í erlendum gjaldmiðlum hækkað mikið, enda hefur gengisvísitalan aldrei verið eins há, frá því hún var skráð 100 árið 1991. Krónan sekkur bara og sekkur og enginn virðist vita hvernig snúa eigi þeirri þróun við. Ræður forsætisráðherra og aðrar tilkynningar hafa hingað til haft skammgóðan vermi. Gengið hefur styrkst í einn dag eða tvo og svo sokkið aftur. Það þarf því að vera hreint út sagt mögnuð stefnuræða forsætisráðherra á fimmtudag til að hafa þau áhrif að krónan styrkist til langframa. Eða þá að sjá það að krónan er bara of veikur gjaldmiðill og hefja aðgerðir til að taka upp nýja mynt sem kyndir ekki verðbólgubálið þegar eitthvað bjátar á í efnahagslífinu. Forsætisráðherra sagðist reyndar í gær ekki geta svarað því hvort þyrfti sérstakar aðgerðir eða inngrip til að styrkja krónuna. Ef staða krónunnar nú og áhrif hennar gefa ekki til kynna að einhverra aðgerða sé þörf, má spyrja í hversu vond mál krónan þarf að vera komin til að forsætisráðherra telji að aðgerða sé þörf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ellefu hundruð fyrirtæki verða gjaldþrota á árinu, reynist spár Creditinfo réttar, sem er um 65 prósenta aukning frá síðasta ári. Þá er ótalinn sá fjöldi einstaklinga sem mun ekki ráða við samdráttinn. Það er raunar svo að bjartsýnisraddirnar eru orðnar fáar og fjarlægar, og þeir sem á vormánuðum reyndu að draga í efa þungar spár Seðlabanka og fleiri um dimmar framtíðarhorfur eru nú þagnaðir. Eins og sjá má í Fréttablaðinu í dag er almenningur mjög uggandi yfir ástandinu og sjá ekki hverjar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru til aðstoðar. Bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa gefið í skyn að fjárlögin, sem kynnt verða á miðvikudag, verði þannig úr garði gerð að íslenska ríki verði rekið með þó nokkrum halla, til að vega upp á móti samdrætti. Þannig verði lítið eða ekkert dregið úr opinberum framkvæmdum, sem ætti að koma framkvæmdafyrirtækjum til góða; þeim fyrirtækjum sem eiga hvað helst undir högg að sækja nú. Það er þrennt sem þarf að hafa áhyggjur af; vextir, gengisþróun og verðbólga. Vextir eru það háir að einstaklingar og fyrirtæki geta ekki staðið undir þeim, en verða samt sem áður að þiggja lán á þeim vöxtum sem bjóðast. Nú er það orðið að keppni við tímann að reynast nógu burðugur aðeins lengur til að hreinlega lifa af þangað til þessir háu vextir fara loks að bíta á verðbólguna, þannig að Seðlabankinn geti farið að lækka stýrivextina. Þrátt fyrir að vextir yrðu lækkaðir hið snarasta myndi það ekki duga til fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Bankarnir þurfa að komast í þá stöðu að geta veitt lán, bæði í íslenskum krónum og erlendri mynt; vera nógu traustir til að geta verið bakhjarlar atvinnulífsins. Við það bætist að gjaldeyrisskortur blasir við, eins og kom fram í fréttum í gær, ef blessuð krónan fer ekki að styrkjast. Eins og langflestir hafa orðið varir við hafa lán í erlendum gjaldmiðlum hækkað mikið, enda hefur gengisvísitalan aldrei verið eins há, frá því hún var skráð 100 árið 1991. Krónan sekkur bara og sekkur og enginn virðist vita hvernig snúa eigi þeirri þróun við. Ræður forsætisráðherra og aðrar tilkynningar hafa hingað til haft skammgóðan vermi. Gengið hefur styrkst í einn dag eða tvo og svo sokkið aftur. Það þarf því að vera hreint út sagt mögnuð stefnuræða forsætisráðherra á fimmtudag til að hafa þau áhrif að krónan styrkist til langframa. Eða þá að sjá það að krónan er bara of veikur gjaldmiðill og hefja aðgerðir til að taka upp nýja mynt sem kyndir ekki verðbólgubálið þegar eitthvað bjátar á í efnahagslífinu. Forsætisráðherra sagðist reyndar í gær ekki geta svarað því hvort þyrfti sérstakar aðgerðir eða inngrip til að styrkja krónuna. Ef staða krónunnar nú og áhrif hennar gefa ekki til kynna að einhverra aðgerða sé þörf, má spyrja í hversu vond mál krónan þarf að vera komin til að forsætisráðherra telji að aðgerða sé þörf?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun