Porto, portúgölsku meistararnir, munu fá að taka þátt í Meistaradeild Evrópu næsta tímabil. Þetta staðfesti UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, í fréttatilkynningu.
Aganefnd hafði bannað félaginu að taka þátt í Meistaradeildinni næsta vetur vegna mútumála sem áttu sér stað tímabilið 2003-04.
Í yfirlýsingu segir að aðalástæðan fyrir því að Porto fær að taka þátt sé að ekki sé niðurstaða komin í þessi mútumál í Portúgal.