Arfur Melkorku Guðmundur Andri Thorsson skrifar 26. maí 2008 06:00 Flóttamannavandamálið á Akranesi snýst ekki um það hver þau eru - heldur hver við erum. Hitt er svo aftur annað mál að það hvernig við erum mun hafa áhrif á hvernig þau verða. Sem aftur breytir okkur. Sem aftur breytir þeim... Og smám saman eru við stödd í vítahring tortryggni og gagnkvæmrar löngunar til að skilja ekki „hinn". Og sjálfskipaðir menningarvitar kynda undir andúðinni og reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að fólkinu sjálfu takist að tala saman, því að í rauninni eru flestar manneskjur þannig gerðar að þeim leiðast deilur og vilja lifi í friði við aðra menn.Fordæmi Vestfirðinga Þetta snýst um sjálfsmynd. Að undanförnu hafa ýmsir rifjað það upp þegar Vestfirðingar tóku á móti stríðshrjáðu fólki frá fyrrum Júgóslavíu þar sem háð var eitt andstyggilegasta og bjánalegasta stríð seinni ára. Voru Vestfirðingar aflögu færir? Það fer kannski svolítið eftir því hvernig á það er litið. Þeir höfðu þá misst kvóta í stríðum straumum og þeir höfðu nýlega misst Gugguna, sjálft stoltið og flaggskipið sem Samherji ginnti út úr þeim með loforðum sem voru svikin, og síðast en ekki síst: á þeim höfðu dunið mannskæð og skelfileg snjóflóð. Kannski finnst Magnúsi Þór Hafsteinssyni þetta ekkert miðað við þær hörmungar sem dynji daglega á Skagamönnum en Vestfirðingar virtust telja að þeir hefðu sjálfir gott af því - eftir öll áföllin - að sökkva sér ofan í það verkefni að hlúa að öðrum manneskjum sem áttu um sárt að binda: Þeir töldu sig að minnsta kosti aflögu færa um kærleika. Vestfirðingar voru svo gæfusamir að þeir tókst að láta gott af sér leiða. Þeir sköpuðu mikilvægt fordæmi fyrir önnur sveitarfélög sem áttu í vændum að taka á móti flóttamönnum og hjálpa þeim að aðlagast íslensku samfélagi - settu tóninn í þessu starfi sem sleginn hefur verið fram að Magnúsi Þór, og orðið til þess að talið er að óvenju vel hafi tekist til á Íslandi við móttöku flóttafólks. Þetta hefur ásamt öðru orðið til þess að auka hróður samfélagsins á Vestfjörðum, og þar með aukið stolt Vestfirðinga - og aukið lífsgæðin þar í margvíslegum skilningi.Skagamenn skorið nú mörkin Við skulum ekki dæma of hart einstaklinga sem viðra upphátt þær efasemdir sem sjálfsagt fara um hug flestra þeirra sem eiga í vændum að taka á móti flóttafólki, kynnast því og hjálpa því. Það geta ekki allir verið stórmenni. Fordómar rista alltaf grunnt og fjúka burt þegar fólk kynnist. Ekki skulum við heldur ganga út frá því sem gefnu að Magnús Þór Hafsteinsson tali fyrir munn Skagamanna almennt, þegar hann sér öll tormerki á því að 6500 manna sveitarfélag hafi bolmagn til að taka á móti 30 einstæðum palestínskum mæðrum: kannski eru til fleiri stoltir Skagamenn. Kannski eru jafnvel fleiri sem sjá í þessu möguleika, hugsa sér gott til glóðarinnar að fá nýtt blóð í fótboltann með krökkunum sem koma, eða hlakka til að auðga líf sitt með kynnum við konur með svo ólíkan bakgrunn og ímynda sér jafnvel að Akranes sé góður staður að búa á og henti til þess að laða fram hæfileika sem ekki hafa fengið í njóta sín í þrúgandi ástandi flóttamannabúðanna. Ég veit það ekki. Ég veit ekki mikið um samfélagið á Akranesi; en ég bið Akurnesinga um að hafa það í huga að hugmyndir mínar - og annarra landsmanna - um samfélagið á Skaganum mótast af því hvernig þeir standa sig í þessu máli. Uppruni fólks hefur ekki allt að segja um það hvernig einstaklingurinn mótast, sérstaklega ekki þar sem einstaklingurinn fær frelsi til athafna og hugmynda. Skagamenn ættu líka að vita að fólk hefur meira að segja töluvert svigrúm þegar kemur að því að skilgreina uppruna sinn. Þeir líta á sig sem nokkurs konar Íra Íslands - og gott ef þeir halda ekki einhvers konar Írska daga á hverju ári með miklu riggaroggi. Auðvitað eru þeir engir Írar - ekki þannig lagað - og auðvitað er það bara skemmtilegt að þeir skuli telja sér trú um að á Skaganum lifi fremur en annars staðar hinn keltneska arfleifð, sem að sönnu er til í íslensku þjóðlífi. En hver er hún? Magnús Þór Hafsteinsson er greinilega búinn að gleyma því en við skulum vona að aðrir Skagamenn muni eftir Melkorku sem komin var um langan veg hingað í þetta öfgafulla land: einstæð móðir. Þetta mál snýst um sjálfsmynd okkar sem erum afkomendur Melkorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Flóttamannavandamálið á Akranesi snýst ekki um það hver þau eru - heldur hver við erum. Hitt er svo aftur annað mál að það hvernig við erum mun hafa áhrif á hvernig þau verða. Sem aftur breytir okkur. Sem aftur breytir þeim... Og smám saman eru við stödd í vítahring tortryggni og gagnkvæmrar löngunar til að skilja ekki „hinn". Og sjálfskipaðir menningarvitar kynda undir andúðinni og reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að fólkinu sjálfu takist að tala saman, því að í rauninni eru flestar manneskjur þannig gerðar að þeim leiðast deilur og vilja lifi í friði við aðra menn.Fordæmi Vestfirðinga Þetta snýst um sjálfsmynd. Að undanförnu hafa ýmsir rifjað það upp þegar Vestfirðingar tóku á móti stríðshrjáðu fólki frá fyrrum Júgóslavíu þar sem háð var eitt andstyggilegasta og bjánalegasta stríð seinni ára. Voru Vestfirðingar aflögu færir? Það fer kannski svolítið eftir því hvernig á það er litið. Þeir höfðu þá misst kvóta í stríðum straumum og þeir höfðu nýlega misst Gugguna, sjálft stoltið og flaggskipið sem Samherji ginnti út úr þeim með loforðum sem voru svikin, og síðast en ekki síst: á þeim höfðu dunið mannskæð og skelfileg snjóflóð. Kannski finnst Magnúsi Þór Hafsteinssyni þetta ekkert miðað við þær hörmungar sem dynji daglega á Skagamönnum en Vestfirðingar virtust telja að þeir hefðu sjálfir gott af því - eftir öll áföllin - að sökkva sér ofan í það verkefni að hlúa að öðrum manneskjum sem áttu um sárt að binda: Þeir töldu sig að minnsta kosti aflögu færa um kærleika. Vestfirðingar voru svo gæfusamir að þeir tókst að láta gott af sér leiða. Þeir sköpuðu mikilvægt fordæmi fyrir önnur sveitarfélög sem áttu í vændum að taka á móti flóttamönnum og hjálpa þeim að aðlagast íslensku samfélagi - settu tóninn í þessu starfi sem sleginn hefur verið fram að Magnúsi Þór, og orðið til þess að talið er að óvenju vel hafi tekist til á Íslandi við móttöku flóttafólks. Þetta hefur ásamt öðru orðið til þess að auka hróður samfélagsins á Vestfjörðum, og þar með aukið stolt Vestfirðinga - og aukið lífsgæðin þar í margvíslegum skilningi.Skagamenn skorið nú mörkin Við skulum ekki dæma of hart einstaklinga sem viðra upphátt þær efasemdir sem sjálfsagt fara um hug flestra þeirra sem eiga í vændum að taka á móti flóttafólki, kynnast því og hjálpa því. Það geta ekki allir verið stórmenni. Fordómar rista alltaf grunnt og fjúka burt þegar fólk kynnist. Ekki skulum við heldur ganga út frá því sem gefnu að Magnús Þór Hafsteinsson tali fyrir munn Skagamanna almennt, þegar hann sér öll tormerki á því að 6500 manna sveitarfélag hafi bolmagn til að taka á móti 30 einstæðum palestínskum mæðrum: kannski eru til fleiri stoltir Skagamenn. Kannski eru jafnvel fleiri sem sjá í þessu möguleika, hugsa sér gott til glóðarinnar að fá nýtt blóð í fótboltann með krökkunum sem koma, eða hlakka til að auðga líf sitt með kynnum við konur með svo ólíkan bakgrunn og ímynda sér jafnvel að Akranes sé góður staður að búa á og henti til þess að laða fram hæfileika sem ekki hafa fengið í njóta sín í þrúgandi ástandi flóttamannabúðanna. Ég veit það ekki. Ég veit ekki mikið um samfélagið á Akranesi; en ég bið Akurnesinga um að hafa það í huga að hugmyndir mínar - og annarra landsmanna - um samfélagið á Skaganum mótast af því hvernig þeir standa sig í þessu máli. Uppruni fólks hefur ekki allt að segja um það hvernig einstaklingurinn mótast, sérstaklega ekki þar sem einstaklingurinn fær frelsi til athafna og hugmynda. Skagamenn ættu líka að vita að fólk hefur meira að segja töluvert svigrúm þegar kemur að því að skilgreina uppruna sinn. Þeir líta á sig sem nokkurs konar Íra Íslands - og gott ef þeir halda ekki einhvers konar Írska daga á hverju ári með miklu riggaroggi. Auðvitað eru þeir engir Írar - ekki þannig lagað - og auðvitað er það bara skemmtilegt að þeir skuli telja sér trú um að á Skaganum lifi fremur en annars staðar hinn keltneska arfleifð, sem að sönnu er til í íslensku þjóðlífi. En hver er hún? Magnús Þór Hafsteinsson er greinilega búinn að gleyma því en við skulum vona að aðrir Skagamenn muni eftir Melkorku sem komin var um langan veg hingað í þetta öfgafulla land: einstæð móðir. Þetta mál snýst um sjálfsmynd okkar sem erum afkomendur Melkorku.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun