Endurtekið efni Þorvaldur Gylfason skrifar 15. maí 2008 06:00 Sagan hefur svartan húmor. Hún endurtekur sig, oft með illum afleiðingum, svo lengi sem menn fást ekki til að læra af henni. Hér eru fáeinar orðréttar tilvitnanir í eigin skrif um bankamál frá árunum 1988-1998. Hvað heitir ríkisprentsmiðjustjórinn?„Milton Friedman hefur lengi verið í hópi þeirra, sem vilja draga sem mest úr sjálfstæði bandaríska seðlabankans. Friedman hefur haldið því fram, að seðlabankinn eigi að vera peningaprentsmiðja og annað ekki. Seðlabankinn eigi að tryggja stöðugt verðlag með því að sjá til þess, að peningaframboð aukist í takt við þjóðarframleiðslu, þ.e. um 3% til 5% á ári, undir eftirliti Bandaríkjaþings. Hann eigi að vera valdalaus eins og aðrar prentsmiðjur. Friedman segist hafa predikað þessa skoðun fyrir daufum eyrum bankayfirvalda alla tíð, vegna þess að það sé borin von, að hægt sé að fá bandarískan seðlabankastjóra ... til að taka sér sæti við hlið prentsmiðjustjóra í valda- og virðingarstiga samfélagsins. „Hver í þessum sal getur sagt mér, hvað ríkisprentsmiðjustjórinn heitir?" spyr Friedman á fundum." (Vísbending, 6. janúar 1988). Valddreifingarrök fyrir sjálfstæðum seðlabanka„Valddreifingarsjónarmið hníga að því, að seðlabankar eigi að vera óháðir stjórnmálahagsmunum ekki síður en viðskiptabankar, einkum á verðbólgutímum, því að verðbólga er næstum alltaf til marks um agaleysi og mistök stjórnmálamanna í efnahagsmálum. Ef stjórnmálamenn klúðra ríkisfjármálum, eins og þeir hafa til dæmis gert hér á landi og víðar undanfarin ár, er þá ekki eins gott, að þeim sé haldið í hæfilegri fjarlægð frá seðlabankanum?" (Vísbending, 11. janúar 1989.)„Lög um Seðlabanka Íslands gera raunar ráð fyrir því, að stjórn bankans geti opinberað ágreining við stjórnvöld um efnahagsstefnuna. Á þetta hefur þó aldrei reynt í rösklega 30 ára sögu bankans, þótt efnahagsstefna stjórnvalda hafi augljóslega verið röng í veigamiklum atriðum, sem varða verksvið bankans. ... Ágreiningurinn snýst oftast um það, að stjórnmálamennirnir reyna að fá seðlabankann til að prenta meiri peninga en bankinn telur ráðlegt. ... Einmitt þess vegna er það talið nauðsynlegt, að seðlabönkum sé stjórnað af kunnáttumönnum, sem njóta trausts og virðingar meðal almennings, eru óháðir stjórnmálaflokkum og hafa þrek til þess að bjóða stjórnvöldum byrginn, þegar nauðsyn krefur. Markmiðið er að gera seðlabönkunum kleift að tryggja hagsmuni almennings gagnvart stjórnvöldum." (Morgunblaðið, 2. apríl 1992).„Rökin fyrir auknu sjálfstæði seðlabanka eru öðrum þræði valddreifingarrök. Þau eru sömu ættar og rökin fyrir aðgreiningu framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds. Reynsla liðinna ára bendir til þess, að verðlag sé yfirleitt stöðugast í þeim löndum, þar sem seðlabankinn er tiltölulega óháður duttlungum stjórnmálamanna í örvæntingarfullri atkvæðaleit, þótt seðlabankar hljóti auðvitað að starfa á ábyrgð rétt kjörinna stjórnvalda og undir eftirliti þeirra ... Seðlabanki á ekki að vera ríki í ríkinu, en hann á ekki heldur að vera handbendi ístöðulausra stjórnmálamanna. ... Af þessu má ráða, hversu mikilvægt það er, að bankaráðið sjálft sé vel skipað og frumstæðir flokkserindrekar komi þar hvergi nærri." (Morgunblaðið, 4. maí 1993.)„Og alls staðar í Evrópu er ... lögð áherzla á að auka sjálfstæði seðlabanka gagnvart stjórnvöldum til að styrkja stjórn peningamála. Þar hafa flestir stjórnmálamenn skilning á því, að seðlabankar þurfa að vera óháðir stjórnmálahagsmunum ekki síður en t.a.m. dómstólar og háskólar. Hér heima sýna of margir stjórnmálamenn á hinn bóginn engin merki um það, að þeir hafi skilning á nauðsyn þess að fylgjast með þessari þróun." (Morgunblaðið, 22. maí 1994.)Einkavæðing ríkisbankannaUm líkt leyti færði ég „rök að því, að einkavæðingu ríkisbankanna þurfi að fylgja hliðarráðstafanir til að tryggja dreift eignarhald á bönkunum, þegar upp er staðið, ekki aðeins í valddreifingarskyni, heldur líka til að tryggja heilbrigða samkeppni og um leið hagkvæmni í bankarekstri. Þessu til viðbótar þarf að búa svo um hnútana í lögum og reglum, að eðlilegt jafnvægi ríki á milli raunverulegrar ríkisábyrgðar á skuldbindingum bankanna annars vegar og eftirlits með útlánastefnu þeirra og starfsemi hins vegar. Síðast en ekki sízt er það auðvitað afar brýnt, að þannig verði staðið að einkavæðingunni, þegar þar að kemur, að hún verði á engan hátt til þess að rýra traust bankanna innan lands eða út á við." (Fjármálatíðindi, 1993). Gjaldeyrisforðinn "Gjaldeyrisforði Seðlabankans er of lítill. Það þarf að byggja hann upp í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að halda genginu stöðugu, svo að fullt innbyrðis samræmi sé í efnahagsstefnunni." (Vísbending, 14. maí 1999). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Sagan hefur svartan húmor. Hún endurtekur sig, oft með illum afleiðingum, svo lengi sem menn fást ekki til að læra af henni. Hér eru fáeinar orðréttar tilvitnanir í eigin skrif um bankamál frá árunum 1988-1998. Hvað heitir ríkisprentsmiðjustjórinn?„Milton Friedman hefur lengi verið í hópi þeirra, sem vilja draga sem mest úr sjálfstæði bandaríska seðlabankans. Friedman hefur haldið því fram, að seðlabankinn eigi að vera peningaprentsmiðja og annað ekki. Seðlabankinn eigi að tryggja stöðugt verðlag með því að sjá til þess, að peningaframboð aukist í takt við þjóðarframleiðslu, þ.e. um 3% til 5% á ári, undir eftirliti Bandaríkjaþings. Hann eigi að vera valdalaus eins og aðrar prentsmiðjur. Friedman segist hafa predikað þessa skoðun fyrir daufum eyrum bankayfirvalda alla tíð, vegna þess að það sé borin von, að hægt sé að fá bandarískan seðlabankastjóra ... til að taka sér sæti við hlið prentsmiðjustjóra í valda- og virðingarstiga samfélagsins. „Hver í þessum sal getur sagt mér, hvað ríkisprentsmiðjustjórinn heitir?" spyr Friedman á fundum." (Vísbending, 6. janúar 1988). Valddreifingarrök fyrir sjálfstæðum seðlabanka„Valddreifingarsjónarmið hníga að því, að seðlabankar eigi að vera óháðir stjórnmálahagsmunum ekki síður en viðskiptabankar, einkum á verðbólgutímum, því að verðbólga er næstum alltaf til marks um agaleysi og mistök stjórnmálamanna í efnahagsmálum. Ef stjórnmálamenn klúðra ríkisfjármálum, eins og þeir hafa til dæmis gert hér á landi og víðar undanfarin ár, er þá ekki eins gott, að þeim sé haldið í hæfilegri fjarlægð frá seðlabankanum?" (Vísbending, 11. janúar 1989.)„Lög um Seðlabanka Íslands gera raunar ráð fyrir því, að stjórn bankans geti opinberað ágreining við stjórnvöld um efnahagsstefnuna. Á þetta hefur þó aldrei reynt í rösklega 30 ára sögu bankans, þótt efnahagsstefna stjórnvalda hafi augljóslega verið röng í veigamiklum atriðum, sem varða verksvið bankans. ... Ágreiningurinn snýst oftast um það, að stjórnmálamennirnir reyna að fá seðlabankann til að prenta meiri peninga en bankinn telur ráðlegt. ... Einmitt þess vegna er það talið nauðsynlegt, að seðlabönkum sé stjórnað af kunnáttumönnum, sem njóta trausts og virðingar meðal almennings, eru óháðir stjórnmálaflokkum og hafa þrek til þess að bjóða stjórnvöldum byrginn, þegar nauðsyn krefur. Markmiðið er að gera seðlabönkunum kleift að tryggja hagsmuni almennings gagnvart stjórnvöldum." (Morgunblaðið, 2. apríl 1992).„Rökin fyrir auknu sjálfstæði seðlabanka eru öðrum þræði valddreifingarrök. Þau eru sömu ættar og rökin fyrir aðgreiningu framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds. Reynsla liðinna ára bendir til þess, að verðlag sé yfirleitt stöðugast í þeim löndum, þar sem seðlabankinn er tiltölulega óháður duttlungum stjórnmálamanna í örvæntingarfullri atkvæðaleit, þótt seðlabankar hljóti auðvitað að starfa á ábyrgð rétt kjörinna stjórnvalda og undir eftirliti þeirra ... Seðlabanki á ekki að vera ríki í ríkinu, en hann á ekki heldur að vera handbendi ístöðulausra stjórnmálamanna. ... Af þessu má ráða, hversu mikilvægt það er, að bankaráðið sjálft sé vel skipað og frumstæðir flokkserindrekar komi þar hvergi nærri." (Morgunblaðið, 4. maí 1993.)„Og alls staðar í Evrópu er ... lögð áherzla á að auka sjálfstæði seðlabanka gagnvart stjórnvöldum til að styrkja stjórn peningamála. Þar hafa flestir stjórnmálamenn skilning á því, að seðlabankar þurfa að vera óháðir stjórnmálahagsmunum ekki síður en t.a.m. dómstólar og háskólar. Hér heima sýna of margir stjórnmálamenn á hinn bóginn engin merki um það, að þeir hafi skilning á nauðsyn þess að fylgjast með þessari þróun." (Morgunblaðið, 22. maí 1994.)Einkavæðing ríkisbankannaUm líkt leyti færði ég „rök að því, að einkavæðingu ríkisbankanna þurfi að fylgja hliðarráðstafanir til að tryggja dreift eignarhald á bönkunum, þegar upp er staðið, ekki aðeins í valddreifingarskyni, heldur líka til að tryggja heilbrigða samkeppni og um leið hagkvæmni í bankarekstri. Þessu til viðbótar þarf að búa svo um hnútana í lögum og reglum, að eðlilegt jafnvægi ríki á milli raunverulegrar ríkisábyrgðar á skuldbindingum bankanna annars vegar og eftirlits með útlánastefnu þeirra og starfsemi hins vegar. Síðast en ekki sízt er það auðvitað afar brýnt, að þannig verði staðið að einkavæðingunni, þegar þar að kemur, að hún verði á engan hátt til þess að rýra traust bankanna innan lands eða út á við." (Fjármálatíðindi, 1993). Gjaldeyrisforðinn "Gjaldeyrisforði Seðlabankans er of lítill. Það þarf að byggja hann upp í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að halda genginu stöðugu, svo að fullt innbyrðis samræmi sé í efnahagsstefnunni." (Vísbending, 14. maí 1999).
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun