Gladiator á götuna 17. maí 2008 00:01 „Svona græja leggur sig á bilinu 100-150 þúsund dollara úti í Bandaríkjunum og er metnaðarfyllsta verkefni sem ráðist hefur verið í af þessum toga hér á landi,“ segir Jakob Ingi Jakobsson um Gladiatorinn góða. Mynd/Víkurfréttir. Handsmíðaða mótorhjólið hans Jakobs Inga Jakobssonar laganema nefnist The Gladiator og er enginn venjulegur gæðingur. Það hannaði Jakob algjörlega sjálfur í skylmingarþrælastíl og skreytti með um 200 myndum. „Ég hef haft óbilandi mótorhjóladellu um áratuga skeið en hugmyndin um að smíða hjól frá grunni eftir eigin höfði kviknaði vorið 2005. Mér fannst það töff því engin fordæmi voru fyrir því hér á landi. Hins vegar er það alþekkt í Bandaríkjunum og þangað sótti ég visku,“ segir Jakob glaðlega. Hann er að leggja lokahönd á hjól sem á engan sinn líka. Það er af gerðinni 8ball H.D. Softail Chopper og allt í Gladiator-stíl. Tankurinn, stýrið og felgurnar eru til dæmis eftirlíking af sverðshjöltum. Nafnið, The Gladiator, er grafið í hjólið og eiginhandaráritun eigandans er þar líka. Mótorinn er Ultima 127 cc sem skilar 140 hestöflum í afturdekk. „Það er orka á við tvö venjuleg Harley,“ segir Jakob. Hann kveðst hafa fengið grindina gerða í USA eftir sinni forskrift en afganginn hafi hann og Óli Indian smíðað í bílskúr í Hafnarfirði og margir hlutar þess séu skornir út í vatnsskurðarvél. „Orlando myndskreytti svo græjuna fyrir mig,“ segir hann og sýnir listaverk á hjólinu sem sýnir fallna skylmingaþræla. Auk þess eru um 200 hauskúpur málaðar í hjólið og sextán umferðir af glæru lakki yfir. „Það var ansi mikil vinna í þessu enda var vandað geysilega til verka,“ segir eigandinn og ber lof á félagana sem lögðu fram ómælda vinnu. „Samböndin í mótorhjólabransanum eru góð og margir lögðu hönd á plóg svo að útkoman yrði á heimsmælikvarða og hjólið hæft til að fara á hvaða mótorhjólasýningu sem er.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent
Handsmíðaða mótorhjólið hans Jakobs Inga Jakobssonar laganema nefnist The Gladiator og er enginn venjulegur gæðingur. Það hannaði Jakob algjörlega sjálfur í skylmingarþrælastíl og skreytti með um 200 myndum. „Ég hef haft óbilandi mótorhjóladellu um áratuga skeið en hugmyndin um að smíða hjól frá grunni eftir eigin höfði kviknaði vorið 2005. Mér fannst það töff því engin fordæmi voru fyrir því hér á landi. Hins vegar er það alþekkt í Bandaríkjunum og þangað sótti ég visku,“ segir Jakob glaðlega. Hann er að leggja lokahönd á hjól sem á engan sinn líka. Það er af gerðinni 8ball H.D. Softail Chopper og allt í Gladiator-stíl. Tankurinn, stýrið og felgurnar eru til dæmis eftirlíking af sverðshjöltum. Nafnið, The Gladiator, er grafið í hjólið og eiginhandaráritun eigandans er þar líka. Mótorinn er Ultima 127 cc sem skilar 140 hestöflum í afturdekk. „Það er orka á við tvö venjuleg Harley,“ segir Jakob. Hann kveðst hafa fengið grindina gerða í USA eftir sinni forskrift en afganginn hafi hann og Óli Indian smíðað í bílskúr í Hafnarfirði og margir hlutar þess séu skornir út í vatnsskurðarvél. „Orlando myndskreytti svo græjuna fyrir mig,“ segir hann og sýnir listaverk á hjólinu sem sýnir fallna skylmingaþræla. Auk þess eru um 200 hauskúpur málaðar í hjólið og sextán umferðir af glæru lakki yfir. „Það var ansi mikil vinna í þessu enda var vandað geysilega til verka,“ segir eigandinn og ber lof á félagana sem lögðu fram ómælda vinnu. „Samböndin í mótorhjólabransanum eru góð og margir lögðu hönd á plóg svo að útkoman yrði á heimsmælikvarða og hjólið hæft til að fara á hvaða mótorhjólasýningu sem er.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent