Eftirlaun og stjórnmálamenn Jón Kaldal skrifar 23. desember 2008 07:30 Þáttaskil urðu í gær í einhverju umdeildasta pólitíska máli seinni tíma. Fimm árum eftir að alþingismenn tóku sér með lögum mun rausnarlegri eftirlaunakjör en aðrir þjóðfélagshópar, komst loks í verk að lagfæra þann dómgreindarlausa sérhagsmunagjörning. Það tók Alþingi aðeins örfáa daga skömmu fyrir jól 2003 að keyra í gegn eftirlaunalögin, sem gilda um alþingismenn, ráðherra, forseta og hæstaréttardómara. Það er ekki góður vitnisburður um störf þingsins að það hafi tekið fimm ár að leiðrétta ranglæti þeirra. Allt frá setningu eftirlaunalaganna 2003 var gagnrýnin á þau linnulaus. Breytingin frá því í gær stöðvar örugglega ekki þær deilur. Nýju eftirlaunalögin tryggja alþingismönnum og ráðherrum enn umtalsvert rýmri eftirlaunakjör en öðrum. Á meðan svo er verða þau umdeild. Kjarni þeirrar umræðu hlýtur að snúast um þá grundvallarspurningu af hverju alþingismenn og ráðherrar eigi skilið að njóta betri eftirlaunakjara en aðrir? Í athugasemdum með eftirlaunafrumvarpinu frá 2003 voru tínd til ýmis athyglisverð rök fyrir því sjónarmiði. Meðal þeirra helstu voru að lögin áttu að hvetja til þátttöku í stjórnmálum og styrkja lýðræðið. Þeir, sem hafa varið meginhluta starfsævi sinnar til stjórnmálastarfa á opinberum vettvangi, áttu að hafa þann kost að geta dregið sig í hlé fyrir yngra fólki án þess að hætta fjárhagslegri afkomu sinni, eins og það var orðað. Hugsunin var sem sagt að tryggja ákveðna endurnýjun í röðum þingmanna, og þar með ráðherra, eins og kerfið hefur verið. Þessi hugmynd um nauðsynlega endurnýjun í röðum ráðamanna þjóðarinnar er í raun og veru afskaplega góð. En útfærsla eftirlaunalaganna, sú mikla græðgi og sérhagsmunagæsla ekki síst í þeim kafla sem sneri að eftirlaunakjörum forsætisráðherra, varð hins vegar til þess að þessi ágæta hlið laganna féll algjörlega í skuggann. Í nýja lögunum hafa sérkjör forsætisráðherra verið felld út og ýmsir aðrir þættir laganna sem voru harðast gagnrýndir. Eftir stendur hvort þau ná þeim tilgangi sínum að tryggja nægilega vel að þjóðin sitji ekki uppi með þingmenn, sem í krafti stöðu sinnar í flokkum sínum, geta setið á þingi eins lengi og þeim sýnist. Annað, ekki síður mikilvægt álitamál, er hvort rausnarleg eftirlaun séu rétta aðferðin til að laða að þingstörfum „ungt efnisfólk" eins kemur líka fram í fyrrnefndum athugasemdum. Veikleikar Alþingis hafa komið berlega í ljós undanfarnar vikur. Það er stórmál fyrir þjóðina að starf alþingismanna verði gert eftirsóknarverðara. Sterkari hópur þingmanna þýðir sterkara Alþingi. Það væri væntanlega gæfuríkara fyrir þjóðina að afnema með öllu umframeftirlaunakjör ráðherra og alþingismanna og hækka þess í stað föst laun þeirra. Sú leið er líklegri til að tryggja hraðari endurnýjun heldur en útgönguleið við lok þingferils. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun
Þáttaskil urðu í gær í einhverju umdeildasta pólitíska máli seinni tíma. Fimm árum eftir að alþingismenn tóku sér með lögum mun rausnarlegri eftirlaunakjör en aðrir þjóðfélagshópar, komst loks í verk að lagfæra þann dómgreindarlausa sérhagsmunagjörning. Það tók Alþingi aðeins örfáa daga skömmu fyrir jól 2003 að keyra í gegn eftirlaunalögin, sem gilda um alþingismenn, ráðherra, forseta og hæstaréttardómara. Það er ekki góður vitnisburður um störf þingsins að það hafi tekið fimm ár að leiðrétta ranglæti þeirra. Allt frá setningu eftirlaunalaganna 2003 var gagnrýnin á þau linnulaus. Breytingin frá því í gær stöðvar örugglega ekki þær deilur. Nýju eftirlaunalögin tryggja alþingismönnum og ráðherrum enn umtalsvert rýmri eftirlaunakjör en öðrum. Á meðan svo er verða þau umdeild. Kjarni þeirrar umræðu hlýtur að snúast um þá grundvallarspurningu af hverju alþingismenn og ráðherrar eigi skilið að njóta betri eftirlaunakjara en aðrir? Í athugasemdum með eftirlaunafrumvarpinu frá 2003 voru tínd til ýmis athyglisverð rök fyrir því sjónarmiði. Meðal þeirra helstu voru að lögin áttu að hvetja til þátttöku í stjórnmálum og styrkja lýðræðið. Þeir, sem hafa varið meginhluta starfsævi sinnar til stjórnmálastarfa á opinberum vettvangi, áttu að hafa þann kost að geta dregið sig í hlé fyrir yngra fólki án þess að hætta fjárhagslegri afkomu sinni, eins og það var orðað. Hugsunin var sem sagt að tryggja ákveðna endurnýjun í röðum þingmanna, og þar með ráðherra, eins og kerfið hefur verið. Þessi hugmynd um nauðsynlega endurnýjun í röðum ráðamanna þjóðarinnar er í raun og veru afskaplega góð. En útfærsla eftirlaunalaganna, sú mikla græðgi og sérhagsmunagæsla ekki síst í þeim kafla sem sneri að eftirlaunakjörum forsætisráðherra, varð hins vegar til þess að þessi ágæta hlið laganna féll algjörlega í skuggann. Í nýja lögunum hafa sérkjör forsætisráðherra verið felld út og ýmsir aðrir þættir laganna sem voru harðast gagnrýndir. Eftir stendur hvort þau ná þeim tilgangi sínum að tryggja nægilega vel að þjóðin sitji ekki uppi með þingmenn, sem í krafti stöðu sinnar í flokkum sínum, geta setið á þingi eins lengi og þeim sýnist. Annað, ekki síður mikilvægt álitamál, er hvort rausnarleg eftirlaun séu rétta aðferðin til að laða að þingstörfum „ungt efnisfólk" eins kemur líka fram í fyrrnefndum athugasemdum. Veikleikar Alþingis hafa komið berlega í ljós undanfarnar vikur. Það er stórmál fyrir þjóðina að starf alþingismanna verði gert eftirsóknarverðara. Sterkari hópur þingmanna þýðir sterkara Alþingi. Það væri væntanlega gæfuríkara fyrir þjóðina að afnema með öllu umframeftirlaunakjör ráðherra og alþingismanna og hækka þess í stað föst laun þeirra. Sú leið er líklegri til að tryggja hraðari endurnýjun heldur en útgönguleið við lok þingferils.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun