Hrói Höttur fengi flog Þorvaldur Gylfason skrifar 17. apríl 2008 06:30 Mörg undangengin ár hef ég hér og víðar vakið máls á auknum ójöfnuði í skiptingu auðs og tekna á Íslandi, og það hafa aðrir einnig gert, þar á meðal Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur og Stefán Ólafsson prófessor. Hagstofa Íslands hefur ekki hirt um að kortleggja tekjuskiptinguna og þróun hennar þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir úr ýmsum áttum og skýrar fyrirmyndir frá hagstofum annars staðar um Norðurlönd. Ríkisskattstjóraembættið hljóp í skarðið og lagði fram tölur um tekjuskiptingu fyrir árin 1993-2005. Tölur ríkisskattstjóra sýna, að Gini-stuðullinn, sem er algengur mælikvarði á misskiptingu tekna, hækkaði úr 21 í 36 frá 1993 til 2005, eða um eitt stig á ári að jafnaði og ríflega það. Hér er miðað við ráðstöfunartekjur hjóna, það er að segja heildartekjur hjóna að greiddum sköttum og þegnum bótum, svo að tekjujöfnunaráhrif skatta- og velferðarkerfisins eru tekin með í reikninginn eins og vera ber. Gini-stuðullinn nær frá núlli, ef allir hafa sömu tekjur (fullur jöfnuður), upp í hundrað, ef allar tekjur falla einum manni í skaut (fullkominn ójöfnuður). Tíu stiga munur á Gini-kvarðann svarar til munarins á ójöfnuði tekjuskiptingar í Noregi (26) og Bretlandi (36); það er umtalsverður munur. Tekjuskiptingin á Norðurlöndum er býsna jöfn á heimsvísu, mun jafnari en í Bretlandi og Bandaríkjunum (41, segja Sameinuðu þjóðirnar; Bandaríska leyniþjónustan CIA segir 45). Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð eru öll á bilinu 25 til 27. Nú hefur ríkisskattstjóri sent frá sér nýrri tölur um Ísland. Þær sýna, að ójöfnuður hélt áfram að ágerast frá 2005 til 2006: Gini-stuðullinn hækkaði úr 36 í 37. Ísland er komið upp fyrir Bretland. Ríkisstjórnin þrætti ásamt erindrekum sínum fyrir opinberar tölur ríkisskattstjóra fyrir kosningarnar í fyrra, og hafði forsætisráðherra þó sjálfur lagt sömu upplýsingar fram á Alþingi.Tvær skýringarHvernig gat þetta gerzt? Tvær skýringar virðast líklegar. Misskiptingin í kringum kvótakerfið, sem brýtur gegn stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna eins og nú er komið í ljós, sljóvgaði svo siðvitund ríkjandi afla í stjórnmálaflokkunum, að þau hættu að sjást fyrir.Spillingin og græðgin undu svo upp á sig, að stjórnmálamenn tóku að skammta sjálfum sér auð og embætti langt út yfir áður viðurkennd velsæmismörk, og tók steininn úr, þegar fáeinir framsóknarmenn slógu eign sinni á Búnaðarbankann og formaður Sjálfstæðisflokksins, þrotinn að kröftum, tók sér sæti í bankastjórn Seðlabankans og lét umsvifalaust hækka launin sín þar upp fyrir laun forseta Íslands ofan á sérsaumuð eftirlaunalög. Framsóknarflokkurinn fékk að finna til tevatnsins í kosningunum í fyrra og missti þá svo sem við var að búast nær helminginn af fyrra kjörfylgi sínu. Sjálfstæðisflokkurinn fékk frest.Hin skýringin er sú, að hnattvæðing undangenginna ára hefur einnig sums staðar annars staðar leitt til aukins ójafnaðar, einkum í Bandaríkjunum, en þó í minni mæli en hér heima. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sótt ýmsar fyrirmyndir sínar til bandarískra repúblikana, þar á meðal hugmyndina um skattalækkun sem allra meina bót. Skattalækkunin var að vísu bundin við hátekjuhópa og hélzt í hendur við aukin ríkisumsvif í báðum löndum og aukinn ójöfnuð.Misskiptingin var skipulögð. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 1995-2007 létti skattbyrði hátekjufólks með því að lækka fjármagnstekjuskatta langt niður fyrir skatta af vinnutekjum, og hún þjarmaði samtímis að láglaunafólki með því að leyfa frítekjumarkinu að síga neðar og neðar að raungildi, svo að skattbyrði fátæks fólks þyngdist. Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) tekur undir þessa lýsingu og hnykkir á þætti ríkisins, sem þyngdi skattbyrði heimila með lágar tekjur til að fjármagna skattalækkun handa auðmönnum.Viðurkenning í verkiUmræðan um aukinn ójöfnuð hefur skilað árangri. Til að greiða fyrir kjarasamningum lofaði ríkisstjórnin að hækka frítekjumarkið næstu þrjú ár um 20.000 krónur umfram verðtryggingu til að létta skattbyrði fátæks fólks. Þetta dugir að vísu ekki til að bæta fyrir lækkun fyrri ára. Því er borið við, að ríflegri leiðrétting frítekjumarksins myndi kosta ríkissjóð of mikið fé.Viðbáran ber með sér, að jafnvægið í ríkisbúskapnum síðustu ár hefur hvílt á skattgreiðslum láglaunahópa. Léttari skattbyrði hátekjufólks hefur að þessu marki verið fjármögnuð með skattlagningu fátæks fólks. Ójöfnuður í skiptingu ráðstöfunartekna milli heimila hlaut að ágerast eftir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Mörg undangengin ár hef ég hér og víðar vakið máls á auknum ójöfnuði í skiptingu auðs og tekna á Íslandi, og það hafa aðrir einnig gert, þar á meðal Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur og Stefán Ólafsson prófessor. Hagstofa Íslands hefur ekki hirt um að kortleggja tekjuskiptinguna og þróun hennar þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir úr ýmsum áttum og skýrar fyrirmyndir frá hagstofum annars staðar um Norðurlönd. Ríkisskattstjóraembættið hljóp í skarðið og lagði fram tölur um tekjuskiptingu fyrir árin 1993-2005. Tölur ríkisskattstjóra sýna, að Gini-stuðullinn, sem er algengur mælikvarði á misskiptingu tekna, hækkaði úr 21 í 36 frá 1993 til 2005, eða um eitt stig á ári að jafnaði og ríflega það. Hér er miðað við ráðstöfunartekjur hjóna, það er að segja heildartekjur hjóna að greiddum sköttum og þegnum bótum, svo að tekjujöfnunaráhrif skatta- og velferðarkerfisins eru tekin með í reikninginn eins og vera ber. Gini-stuðullinn nær frá núlli, ef allir hafa sömu tekjur (fullur jöfnuður), upp í hundrað, ef allar tekjur falla einum manni í skaut (fullkominn ójöfnuður). Tíu stiga munur á Gini-kvarðann svarar til munarins á ójöfnuði tekjuskiptingar í Noregi (26) og Bretlandi (36); það er umtalsverður munur. Tekjuskiptingin á Norðurlöndum er býsna jöfn á heimsvísu, mun jafnari en í Bretlandi og Bandaríkjunum (41, segja Sameinuðu þjóðirnar; Bandaríska leyniþjónustan CIA segir 45). Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð eru öll á bilinu 25 til 27. Nú hefur ríkisskattstjóri sent frá sér nýrri tölur um Ísland. Þær sýna, að ójöfnuður hélt áfram að ágerast frá 2005 til 2006: Gini-stuðullinn hækkaði úr 36 í 37. Ísland er komið upp fyrir Bretland. Ríkisstjórnin þrætti ásamt erindrekum sínum fyrir opinberar tölur ríkisskattstjóra fyrir kosningarnar í fyrra, og hafði forsætisráðherra þó sjálfur lagt sömu upplýsingar fram á Alþingi.Tvær skýringarHvernig gat þetta gerzt? Tvær skýringar virðast líklegar. Misskiptingin í kringum kvótakerfið, sem brýtur gegn stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna eins og nú er komið í ljós, sljóvgaði svo siðvitund ríkjandi afla í stjórnmálaflokkunum, að þau hættu að sjást fyrir.Spillingin og græðgin undu svo upp á sig, að stjórnmálamenn tóku að skammta sjálfum sér auð og embætti langt út yfir áður viðurkennd velsæmismörk, og tók steininn úr, þegar fáeinir framsóknarmenn slógu eign sinni á Búnaðarbankann og formaður Sjálfstæðisflokksins, þrotinn að kröftum, tók sér sæti í bankastjórn Seðlabankans og lét umsvifalaust hækka launin sín þar upp fyrir laun forseta Íslands ofan á sérsaumuð eftirlaunalög. Framsóknarflokkurinn fékk að finna til tevatnsins í kosningunum í fyrra og missti þá svo sem við var að búast nær helminginn af fyrra kjörfylgi sínu. Sjálfstæðisflokkurinn fékk frest.Hin skýringin er sú, að hnattvæðing undangenginna ára hefur einnig sums staðar annars staðar leitt til aukins ójafnaðar, einkum í Bandaríkjunum, en þó í minni mæli en hér heima. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sótt ýmsar fyrirmyndir sínar til bandarískra repúblikana, þar á meðal hugmyndina um skattalækkun sem allra meina bót. Skattalækkunin var að vísu bundin við hátekjuhópa og hélzt í hendur við aukin ríkisumsvif í báðum löndum og aukinn ójöfnuð.Misskiptingin var skipulögð. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 1995-2007 létti skattbyrði hátekjufólks með því að lækka fjármagnstekjuskatta langt niður fyrir skatta af vinnutekjum, og hún þjarmaði samtímis að láglaunafólki með því að leyfa frítekjumarkinu að síga neðar og neðar að raungildi, svo að skattbyrði fátæks fólks þyngdist. Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) tekur undir þessa lýsingu og hnykkir á þætti ríkisins, sem þyngdi skattbyrði heimila með lágar tekjur til að fjármagna skattalækkun handa auðmönnum.Viðurkenning í verkiUmræðan um aukinn ójöfnuð hefur skilað árangri. Til að greiða fyrir kjarasamningum lofaði ríkisstjórnin að hækka frítekjumarkið næstu þrjú ár um 20.000 krónur umfram verðtryggingu til að létta skattbyrði fátæks fólks. Þetta dugir að vísu ekki til að bæta fyrir lækkun fyrri ára. Því er borið við, að ríflegri leiðrétting frítekjumarksins myndi kosta ríkissjóð of mikið fé.Viðbáran ber með sér, að jafnvægið í ríkisbúskapnum síðustu ár hefur hvílt á skattgreiðslum láglaunahópa. Léttari skattbyrði hátekjufólks hefur að þessu marki verið fjármögnuð með skattlagningu fátæks fólks. Ójöfnuður í skiptingu ráðstöfunartekna milli heimila hlaut að ágerast eftir því.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun