Sagan á bakvið Lehman Brothers 17. september 2008 00:01 Höfuðstöðvar Lehman Með gjaldþroti Lehman Brothers hverfur eitt sögufrægasta fyrirtæki Wall Street af sjónarsviðinu. Það var stofnað 1850 í Montgomery í Alabama og fékkst í fyrstu aðallega við bómullarviðskipti. Árið 1906 tók fyrirtækið að fást við verðbréfaverslun þegar það tók í félagi við Goldman Sachs að sér fyrstu hlutafjárútboð margra mikilvægustu fyrirtækja Bandaríkjanna. Lehman sérhæfði sig í fasteignatryggðum verðbréfum og var með fyrstu fyrirtækjunum á Wall Street til að bjóða upp á fjármálagerninga og skuldvafninga byggða á þeim. Eftir 2001 nýtti fyrirtækið þessa sérþekkingu til að sækja inn á áhættusaman markað með ýmis fasteignaskuldabréf. Þegar fjármálakreppan skall á var Lehman stærsti útgefandi fasteignatryggðra skuldvafninga í Bandaríkjunum. Þegar undirmálslánakreppan gerði vart við sig fullvissaði forstjórinn Richard Fuld fjárfesta hins vegar um að fyrirtækið stæði traustum fótum og ætti lítið af áhættusömum skuldvafningum. Síðan þá hefur komið í ljós að uppgjör félagsins voru fegruð með bókhaldsbrellum. Síðan í vor hefur Lehman afskrifað 8,2 milljarða og ljóst var að afkoma þriðja ársfjórðungs yrði síst skárri. Áætlað hefur verið að Lehman hafi átt um 61 milljarð dala í ýmsum fasteignatryggðum skuldabréfum, og meira af eiginfé fyrirtækisins var bundið í illseljanlegum skuldvafningum en nokkurs annars fjárfestingarbanka, að Merrill Lynch frátöldum. Ólíkt Merrill átti Lehman hins vegar lítið af eignum sem auðvelt var að koma í verð til að bregðast við tapi og afskriftum. Eina leið Lehman út úr vandanum var því að finna nýja hluthafa sem hefðu getað endurfjármagnað reksturinn, og þegar sú leit bar engan árangur var gjaldþrot óumflýjanlegt. - msh Markaðir Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Með gjaldþroti Lehman Brothers hverfur eitt sögufrægasta fyrirtæki Wall Street af sjónarsviðinu. Það var stofnað 1850 í Montgomery í Alabama og fékkst í fyrstu aðallega við bómullarviðskipti. Árið 1906 tók fyrirtækið að fást við verðbréfaverslun þegar það tók í félagi við Goldman Sachs að sér fyrstu hlutafjárútboð margra mikilvægustu fyrirtækja Bandaríkjanna. Lehman sérhæfði sig í fasteignatryggðum verðbréfum og var með fyrstu fyrirtækjunum á Wall Street til að bjóða upp á fjármálagerninga og skuldvafninga byggða á þeim. Eftir 2001 nýtti fyrirtækið þessa sérþekkingu til að sækja inn á áhættusaman markað með ýmis fasteignaskuldabréf. Þegar fjármálakreppan skall á var Lehman stærsti útgefandi fasteignatryggðra skuldvafninga í Bandaríkjunum. Þegar undirmálslánakreppan gerði vart við sig fullvissaði forstjórinn Richard Fuld fjárfesta hins vegar um að fyrirtækið stæði traustum fótum og ætti lítið af áhættusömum skuldvafningum. Síðan þá hefur komið í ljós að uppgjör félagsins voru fegruð með bókhaldsbrellum. Síðan í vor hefur Lehman afskrifað 8,2 milljarða og ljóst var að afkoma þriðja ársfjórðungs yrði síst skárri. Áætlað hefur verið að Lehman hafi átt um 61 milljarð dala í ýmsum fasteignatryggðum skuldabréfum, og meira af eiginfé fyrirtækisins var bundið í illseljanlegum skuldvafningum en nokkurs annars fjárfestingarbanka, að Merrill Lynch frátöldum. Ólíkt Merrill átti Lehman hins vegar lítið af eignum sem auðvelt var að koma í verð til að bregðast við tapi og afskriftum. Eina leið Lehman út úr vandanum var því að finna nýja hluthafa sem hefðu getað endurfjármagnað reksturinn, og þegar sú leit bar engan árangur var gjaldþrot óumflýjanlegt. - msh
Markaðir Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent