Fótbolti

Eiður Smári: Ráðning Guardiola kom mér ekki á óvart

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/E. Stefán

Eiður Smári Guðjohnsen veit ekki hvar hann stendur gagnvart nýjum þjálfara Barcelona, Josep Guardiola.

Tilkynnt var í gær að Guardiola myndi taka við liðinu í sumar af Frank Rijkaard sem hefur stýrt liðinu frá 2003.

„Sum blöð hér úti segja að Barcelona ætli að selja mig en önnur segja ekki," sagði hann í samtali við Morgunblaðið í dag. „Þetta kemur bara í ljós en ef ég fer héðan þá er ekkert sjálfgefið að ég fari aftur til Englands. Ég ætla að baraa að reyna njóta þess að spila fótbolta þau ár sem ég á eftir."

Eiður þurfti að fara meiddur af velli í leik Barcelona og Real Madrid um helgina en segir að meiðslin hafi verið að plaga sig síðan fyrir jól.

„Ég reikna ekki með að spila meira með á þessu tímabili og það er tvísýnt að ég geti verið á móti Wales í lok mánaðarins. Læknar skoðuðu mig í gær og þeir sögðu mér að hvílast sem mest næstu dagana."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×