Trulli ósammála 1,3 miljóna sekt 27. september 2008 09:04 Jarno Trulli ræðir málin við tæknimenn sína. mynd: kappakstur.is Ítalinn Jarno Trulli fékk 1,3 miljóna sekt fyrir brot á Singapúr brautinni í gær. Hann snarsnerist í upphafi beinasta kafla brautarinnar ók síðan gegn akstursstefnu bílanna í smástund til að komast útaf brautinni. Hann smokraði þannig bílnum inn á þjónustusvæðið og fór yfir kant sem afmarkar brautina. Ók þannig hálft í hvoru í aksturslínunni á blindu horni í augnablik. Dómurum þótti athæfi hans varasamt og hann fékk 10.000 evru sekt. Hann hefði átt að aka eðilega aksturstefnu og klára hringinn að mati dómara. ,,Ég sneri bílnum í síðustu beygju og vildi komast sem fyrst úr aksturslínunni. Á sem öruggastan hátt. Ég tel að ég hafi breytt rétt, en hef verið sektaður vegna atviksins. Ég meðtek það, en ég veit að ég gerði það sem var öruggast fyrir mig og aðra ökumenn. Það vill engin lendar í árekstri á þessum stað", sagði Trulli. Dómarar töldu Trulli ekki hafa neitt sér til málsbóta. Margir snerust í þessari beygju, en héldu áfram för eðlilega akstusleið. Margir ökumenn telja umrædda beygju varasama þar sem ökumenn beygja á sama stað inn á þjónustusvæðið. FIA er að skoða málið. Þriðja æfing Formúlu 1 liða er kl. 10.55 á Stöð 2 Sport í dag, en tímataka kl. 13.45. Sjá brautarlýsingu og tölfræði frá æfingum Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ítalinn Jarno Trulli fékk 1,3 miljóna sekt fyrir brot á Singapúr brautinni í gær. Hann snarsnerist í upphafi beinasta kafla brautarinnar ók síðan gegn akstursstefnu bílanna í smástund til að komast útaf brautinni. Hann smokraði þannig bílnum inn á þjónustusvæðið og fór yfir kant sem afmarkar brautina. Ók þannig hálft í hvoru í aksturslínunni á blindu horni í augnablik. Dómurum þótti athæfi hans varasamt og hann fékk 10.000 evru sekt. Hann hefði átt að aka eðilega aksturstefnu og klára hringinn að mati dómara. ,,Ég sneri bílnum í síðustu beygju og vildi komast sem fyrst úr aksturslínunni. Á sem öruggastan hátt. Ég tel að ég hafi breytt rétt, en hef verið sektaður vegna atviksins. Ég meðtek það, en ég veit að ég gerði það sem var öruggast fyrir mig og aðra ökumenn. Það vill engin lendar í árekstri á þessum stað", sagði Trulli. Dómarar töldu Trulli ekki hafa neitt sér til málsbóta. Margir snerust í þessari beygju, en héldu áfram för eðlilega akstusleið. Margir ökumenn telja umrædda beygju varasama þar sem ökumenn beygja á sama stað inn á þjónustusvæðið. FIA er að skoða málið. Þriðja æfing Formúlu 1 liða er kl. 10.55 á Stöð 2 Sport í dag, en tímataka kl. 13.45. Sjá brautarlýsingu og tölfræði frá æfingum
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira