Fótbolti

Messi vill halda Ronaldinho

NordcPhotos/GettyImages

Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona segist helst vilja halda félaga sínum Ronaldinho í herbúðum Barcelona áfram, en Brasilíumaðurinn er nú orðaður við AC Milan á Ítalíu.

"Við viljum allir að hann verði áfram hérna og ef hann færi, yrði það miður. Hann hefur hjálpað mér mikið og verið mér innan handar í búningsklefanum. Öll lið vilja auðvitað fá hann í sínar raðir, en ég vona að það verðum við sem höldum honum þegar upp er staðið," sagði Messi.

Hann vonast til að verða búinn að ná sér á fullt eftir meiðsli þegar lið hans mætir Manchester United í risaslagnum í Meistaradeildinni í næstu viku. Hann vill ekki teikna leikinn upp sem einvígi sín og Cristiano Ronaldo.

"Leikur okkar við Manchester United er slagur tveggja stórliða, ekki einvígi mín og Cristiano Ronaldo. Hvað mig varðar, er mikilvægast að fá nokkrar mínútur til að ná mér í leikæfingu fyrir Evrópuleikinn og ég er í fínu standi til að mæta Espanyol um helgina," sagði Messi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×