Matur og Fjör á Primo um helgina 22. febrúar 2008 16:16 Mikið er um að vera á veitingastaðnum Primo í Reykjanesbæ um helgina, en þar verður meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson gestakokkur á föstudag og laugardag. Þessi uppákoma er undir yfirskriftinni "Matur og Fjör" og er í tengslum við Food and Fun hátíðina sem er á Höfuðborgarsvæðinu um helgina.Rúnari til aðstoðar er Bjartmar Guðmundsson og vera þeir með kræsilegan þriggja rétta matseðil. Hann samanstendur af koníaksbættu humarseyði, innbakaðri saltfiskmús með humarhala og loks franskri andarbringu í appelsínusósu. Þá má ekki gleyma óvæntum eftirrétti að hætti kokkanna.Þess má einnig geta að þeir verða líka með kjötveislu matseðil í boði.Á laugardagskvöld verður svo sérstakt Primo-partý í boði Viking Lite þar sem haldið verður upp á nýjan opnunartíma um helgar, en héðan í frá verður leyft að hafa opið til kl. 4.30 eins og aðrir staðir í bænum. Food and Fun Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent
Food and Fun Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent