Fótbolti

Barcelona nálgast Keita

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Seydou Keita í baráttu við Raul, leikmann Real Madrid.
Seydou Keita í baráttu við Raul, leikmann Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Börsungar eru sagðir á góðri leið með að tryggja sér þjónustu miðvallarleikmannsins Seydou Keita á næstu dögum eftir því sem kemur fram í spænskum fjölmiðlum.

Keita hefur farið á kostum með Sevilla á leiktíðinni í spænsku úrvalsdeildinni en hann er sagður falur fyrir fjórtán milljónir evra vegna klausu í samningi hans við Sevilla.

Liverpool og Juventus eru einnig sagði hafa áhuga á Keita en Pep Guardiola, verðandi stjóri Börsunga, er sagður hafa miklar mætur á leikmanninum.

Annar leikmaður Sevilla, Daniel Alves, er einnig orðaður við Barcelona en hann er talsvert dýrari og færi ekki á minna en 25 milljónir evra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×