Robert Kubica vann í dag sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 þegar hann sigraði í Montreal kappakstrinum. Þetta var góður dagur fyrir BMW, því félagi hans Nick Heidfeld náði öðru sætinu.
Þetta var fyrsti sigur Kubica á ferlinum og um leið fyrsti sigur BMW Sauber liðsins á heimsmeistaramóti. Hann skaust í efsta sæti stigakeppni ökumanna með sigrinum
David Coulthard hjá Red Bull náði þriðja sætinu, en þeir Kimi Raikkönen og Lewis Hamilton lentu í neyðarlegum árekstri við þjónustusvæðið og þurftu báðir að ljúka keppni.
Toyota-maðurinn Timo Glock náði fjórða sætinu í keppninni og Felipe Massa náði fimmta sætinu.