Litlir kassar á lækjarbakka Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 16. september 2008 05:00 Fyrir nokkrum árum var ég í gleraugnabúð mikilli í Barcelona. Þá var pesetinn enn við lýði, gengi hagstætt og vöruúrval virtist hið mesta enda voru gleraugu uppi um alla veggi í þessari stóru og nýtískulegu verslun. Ég þóttist því hafa himin höndum tekið. Útlitið varð síðan enn bjartara þegar falleg kona með nýtískuleg gleraugu spyr hvort hún geti aðstoðað kappann. Ég kvað svo vera því nú vantaði mig ný gleraugu og þau skyldu vera kringlótt eins og þau sem ég hafði áður átt. Eitthvert hik kom á konuna og taldi ég það stafa af því að hún væri óvön að eiga við svona ljósa en vaska víkinga. Eftir nokkra stund kemur hún síðan til mín með fimm gleraugu sem öll áttu það sameiginlegt að vera næstum því kringlótt. Ég sagðist hins vegar ekki vera fyrir neitt hálfkák svo kringlótt skyldu þau vera. "Því miður, við eigum þau bara ekki til," segir hún þá. Ég leit um háa veggina sem þaktir voru þúsund gleraugum og átti erfitt með að trúa því að ekki væru til ein einustu gleraugu innan um allan þennan aragrúa sem væru hringlaga. Hún tíndi þá til nokkur gleraugu og sagði eitthvað á þá leið að þetta væri "línan" í ár og því væru kringlótt gleraugu ekki framleidd lengur. Ég myndi því sennilega ekki finna þau heldur í annarri verslun. Ég fór því úr versluninni syngjandi lagið um litla kassa á lækjarbakka. Fólk er fífl, sagði ein aðalpersónan í olíusamráðsmálinu mikla. Ég tek reyndar ekki undir það en hitt er víst að fólk er svo önnum kafið að það lætur fífla sig á alla kanta og fær því sjaldnast það sem það vill heldur er því rennt í heilli hjörð eftir "línum" sem framleiðendur og markaðsmenn koma sér saman um. Við erum svo upptekin að við höfum ekki tíma til að tileinka okkur annað en það aðgengilegasta. Hver hefur til dæmis tíma til að hafa uppi á sérvitrum verslunarmanni sem selur kringlótt gleraugu? Hins vegar ákvað ég þennan eftirmiðdag í gleraugnabúðinni í Barcelona að kaupa mér aldrei gleraugu sem væru eitthvað í líkingu við þau sem ég geng með núna. Úr dingalingaling! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Fyrir nokkrum árum var ég í gleraugnabúð mikilli í Barcelona. Þá var pesetinn enn við lýði, gengi hagstætt og vöruúrval virtist hið mesta enda voru gleraugu uppi um alla veggi í þessari stóru og nýtískulegu verslun. Ég þóttist því hafa himin höndum tekið. Útlitið varð síðan enn bjartara þegar falleg kona með nýtískuleg gleraugu spyr hvort hún geti aðstoðað kappann. Ég kvað svo vera því nú vantaði mig ný gleraugu og þau skyldu vera kringlótt eins og þau sem ég hafði áður átt. Eitthvert hik kom á konuna og taldi ég það stafa af því að hún væri óvön að eiga við svona ljósa en vaska víkinga. Eftir nokkra stund kemur hún síðan til mín með fimm gleraugu sem öll áttu það sameiginlegt að vera næstum því kringlótt. Ég sagðist hins vegar ekki vera fyrir neitt hálfkák svo kringlótt skyldu þau vera. "Því miður, við eigum þau bara ekki til," segir hún þá. Ég leit um háa veggina sem þaktir voru þúsund gleraugum og átti erfitt með að trúa því að ekki væru til ein einustu gleraugu innan um allan þennan aragrúa sem væru hringlaga. Hún tíndi þá til nokkur gleraugu og sagði eitthvað á þá leið að þetta væri "línan" í ár og því væru kringlótt gleraugu ekki framleidd lengur. Ég myndi því sennilega ekki finna þau heldur í annarri verslun. Ég fór því úr versluninni syngjandi lagið um litla kassa á lækjarbakka. Fólk er fífl, sagði ein aðalpersónan í olíusamráðsmálinu mikla. Ég tek reyndar ekki undir það en hitt er víst að fólk er svo önnum kafið að það lætur fífla sig á alla kanta og fær því sjaldnast það sem það vill heldur er því rennt í heilli hjörð eftir "línum" sem framleiðendur og markaðsmenn koma sér saman um. Við erum svo upptekin að við höfum ekki tíma til að tileinka okkur annað en það aðgengilegasta. Hver hefur til dæmis tíma til að hafa uppi á sérvitrum verslunarmanni sem selur kringlótt gleraugu? Hins vegar ákvað ég þennan eftirmiðdag í gleraugnabúðinni í Barcelona að kaupa mér aldrei gleraugu sem væru eitthvað í líkingu við þau sem ég geng með núna. Úr dingalingaling!