Í deiglunni býr nú fjölbreytileiki Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 22. nóvember 2008 06:00 Fyrir fáum vikum síðan voru mun meiri höft á því hvað hægt var að segja, svo tekið væri mark á því. Þetta átti til dæmis við þá sem voru taldir standa nokkuð um of til vinstri, í fornum tímum kommúnismans sem ætti ekki við lengur, og því var hægt að dæma þá orðræðu úr leik. Það sem hefur gerst á þessum örfáu vikum síðan allt fór á hvolf er ótrúleg gróska umræðunnar. Í kjölfarið hafa girðingar, sem áður höfðu það hlutverk að stjórna umræðunni, fallið. Áfram er reynt að stjórna því hvað telst eðlilegt að segja og hvað ekki. Þolinmæði landsmanna gagnvart þeim tilmælum er bara mun minni en áður. Þessi „lausung" á umræðunni er ekki einsdæmi í sögunni. Líkt og áður mun þessi gluggi frjálsrar og óheftrar umræðu lokast. Eftir skamma hríð, þegar þjóðin er aftur lent, mun aftur myndast forræði ákveðinnar orðræðu sem útilokar aðrar og það þrengist að því sem er hægt að segja án þess að vera ýtt út í jaðarinn. Mörkin sem aðskilja jaðarinn munu færast til, sem aftur mun hafa veruleg áhrif á starf stjórnmálaflokka, ætli þeir ekki að úreldast hratt. Það er fyrirsjáanlegt að um tíma muni almenningur hafa aukinn vara á sér hvað varðar einkavæðingu og einkarekstur. Krafist verður frekari ábyrgðar einkaaðila sem ætla að sinna þjónustu fyrir hið opinbera. Á sama hátt verður gerð krafa til hins opinbera um hvernig brugðist verði við gjaldþroti einkaaðilanna. Krafa sem ekki hefur farið hátt hingað til, því einhvern veginn var ekki gert ráð fyrir því að slík fyrirtæki gætu rúllað. Með hruni bankakerfisins fengu stjórnvöld aukin völd, sem þau höfðu áður gefið frá sér. Rökin voru þau að ríkið eigi ekki að standa í samkeppnisrekstri og að einkaaðilar geti mun betur rekið banka en ríkið. Einnig kom til vantraust almennings sem hafði um áratugaskeið upplifað pólitíska misnotkun á bönkunum, meðal annars í gegnum lánveitingar. Eitt af vandamálum bankanna nú - og stjórnvalda - er að traust á einkaaðilum í bankarekstri hefur tapast og traust á ríkisvaldinu í bankarekstri hefur ekki áunnist. Meðal þess sem nú verður að ræða, og nást einhver sátt um, er takmörkun á völdum ríkisvaldsins. Á ríkisstjórnin til dæmis að hafa möguleikann á því, í nafni neyðarráðstöfunar, að víkja frá almennum reglum réttarríkisins eins og hún virðist hafa gert á undanförnum mánuði? Á tímum lausungar og neyðarástands getur myndast sú staða að sökum óðagots, eða falskrar trúar á fáa valkosti, brjóti Alþingi og ríkisstjórn gegn grundvallarmannréttindum almennings. Ástandið getur jafnvel haft þau áhrif að meirihluti þjóðarinnar trúi því að það sé nauðsynlegt að gefa afslátt af slíkum réttindum. Þetta er staða sem Vesturlandabúar upplifðu í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana í New York og samþykktu í kjölfarið takmarkanir á borgaralegum réttindum. Þeim sem mótmæltu skerðingu réttinda var ýtt á jaðarinn. Í umræðunni nú þarf að gæta þess að þessi staða komi ekki upp aftur. Það verði varðstaða um réttindi landsmanna og réttarríkið Ísland. Frá því má ekki hvika, jafnvel þó svo einstaka reiðar raddir kalli eftir því að lög landsins eigi ekki alltaf við og frá þeim verði að víkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun
Fyrir fáum vikum síðan voru mun meiri höft á því hvað hægt var að segja, svo tekið væri mark á því. Þetta átti til dæmis við þá sem voru taldir standa nokkuð um of til vinstri, í fornum tímum kommúnismans sem ætti ekki við lengur, og því var hægt að dæma þá orðræðu úr leik. Það sem hefur gerst á þessum örfáu vikum síðan allt fór á hvolf er ótrúleg gróska umræðunnar. Í kjölfarið hafa girðingar, sem áður höfðu það hlutverk að stjórna umræðunni, fallið. Áfram er reynt að stjórna því hvað telst eðlilegt að segja og hvað ekki. Þolinmæði landsmanna gagnvart þeim tilmælum er bara mun minni en áður. Þessi „lausung" á umræðunni er ekki einsdæmi í sögunni. Líkt og áður mun þessi gluggi frjálsrar og óheftrar umræðu lokast. Eftir skamma hríð, þegar þjóðin er aftur lent, mun aftur myndast forræði ákveðinnar orðræðu sem útilokar aðrar og það þrengist að því sem er hægt að segja án þess að vera ýtt út í jaðarinn. Mörkin sem aðskilja jaðarinn munu færast til, sem aftur mun hafa veruleg áhrif á starf stjórnmálaflokka, ætli þeir ekki að úreldast hratt. Það er fyrirsjáanlegt að um tíma muni almenningur hafa aukinn vara á sér hvað varðar einkavæðingu og einkarekstur. Krafist verður frekari ábyrgðar einkaaðila sem ætla að sinna þjónustu fyrir hið opinbera. Á sama hátt verður gerð krafa til hins opinbera um hvernig brugðist verði við gjaldþroti einkaaðilanna. Krafa sem ekki hefur farið hátt hingað til, því einhvern veginn var ekki gert ráð fyrir því að slík fyrirtæki gætu rúllað. Með hruni bankakerfisins fengu stjórnvöld aukin völd, sem þau höfðu áður gefið frá sér. Rökin voru þau að ríkið eigi ekki að standa í samkeppnisrekstri og að einkaaðilar geti mun betur rekið banka en ríkið. Einnig kom til vantraust almennings sem hafði um áratugaskeið upplifað pólitíska misnotkun á bönkunum, meðal annars í gegnum lánveitingar. Eitt af vandamálum bankanna nú - og stjórnvalda - er að traust á einkaaðilum í bankarekstri hefur tapast og traust á ríkisvaldinu í bankarekstri hefur ekki áunnist. Meðal þess sem nú verður að ræða, og nást einhver sátt um, er takmörkun á völdum ríkisvaldsins. Á ríkisstjórnin til dæmis að hafa möguleikann á því, í nafni neyðarráðstöfunar, að víkja frá almennum reglum réttarríkisins eins og hún virðist hafa gert á undanförnum mánuði? Á tímum lausungar og neyðarástands getur myndast sú staða að sökum óðagots, eða falskrar trúar á fáa valkosti, brjóti Alþingi og ríkisstjórn gegn grundvallarmannréttindum almennings. Ástandið getur jafnvel haft þau áhrif að meirihluti þjóðarinnar trúi því að það sé nauðsynlegt að gefa afslátt af slíkum réttindum. Þetta er staða sem Vesturlandabúar upplifðu í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana í New York og samþykktu í kjölfarið takmarkanir á borgaralegum réttindum. Þeim sem mótmæltu skerðingu réttinda var ýtt á jaðarinn. Í umræðunni nú þarf að gæta þess að þessi staða komi ekki upp aftur. Það verði varðstaða um réttindi landsmanna og réttarríkið Ísland. Frá því má ekki hvika, jafnvel þó svo einstaka reiðar raddir kalli eftir því að lög landsins eigi ekki alltaf við og frá þeim verði að víkja.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun