Topplið Stabæk í norsku úrvalsdeildinni steinlá í kvöld 4-1 fyrir Viking á útivelli. Veigar Páll Gunnarsson var á sínum stað í liði Stabæk og skoraði eina mark liðsins í leiknum.
Pálmi Rafn Pálmason kom inn sem varamaðuri í liði Stabæk og spilaði síðustu 20 mínútur leiksins.
Lyn fékk 3-1 skell á heimavelli gegn Molde þar sem Theodór Elmar Bjarnason og Indriði Sigurðsson voru í liði Lyn og Haraldur Freyr Guðmundsson og félagar í liði Álasunds gerðu markalaust jafntefli við Vålerenga á heimavelli.
Úrslitin í Noregi í dag og kvöld:
Aalesund - Vålerenga 0 - 0
Lyn - Molde 1 - 3
Rosenborg - HamKam 4 - 0
Strømsgodset - Tromsø 1 - 3
Viking - Stabæk 4 - 1