Gaffall? Þorsteinn Pálsson skrifar 17. september 2008 08:00 Framsóknarflokkurinn er næst minnstur á Alþingi. Eigi að síður er það svo að hann er eini stjórnmálaflokkurinn sem lagt hefur verulega vinnu í málefnalegar úttektir innan eigin veggja vegna álitaefna sem tengjast hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu og Evrópska myntbandalaginu. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur aðild á dagskrá. Hún hefur hins vegar ekki lagt sambærilega innanbúðar vinnu til grundvallar þeirri stefnumörkun. Spurningar hafa því eðlilega vaknað hvort Samfylkingin er nægjanlega undir það búin að taka á öllum þeim flóknu viðfangsefnum sem upp koma í tengslum við hugsanlega aðild. Að þessu leyti er sérstaða Framsóknarflokksins talsverð. Hann hefur ekki tekið afstöðu til aðildar. En á hinn bóginn hefur hann undirbúið umræðuna af nokkurri kostgæfni. Ekki fer á milli mála að þar býr flokkurinn að þeirri málefnalegu arfleifð sem Halldór Ásgrímsson skildi eftir sig. Guðni Ágústsson núverandi formaður Framsóknarflokksins kynnti í gær til sögunnar skýrslu sem unnin hefur verið á vegum flokksins um peningamálastefnuna og möguleikana á að taka upp nýjan gjaldmiðil. Alkunnugt er að formaðurinn hefur verið efasemdarmaður um breytingar á þessu sviði. Því meiri ástæða er til að virða að slík málefnavinna skuli halda áfram undir hans forystu. Það ber hyggindum vitni. Fyrir rúmum tveimur árum birti Framsóknarflokkurinn skýrslu á grundvelli ítarlegrar málefnavinnu um samningsmarkmið Íslands. Sú skýrsla var unnin í þeim tilgangi að flokkurinn yrði undir það búinn að aðildarspurningin kæmi á dagskrá. Nú er þeirri vinnu fylgt eftir með dýpri skoðun á gjaldmiðilsspurningum og peningastefnunni. Nýja skýrslan hefur ekki að geyma ákveðnar tillögur. Hún dregur einfaldlega fram þá kosti sem fyrir hendi eru með skýrum og afgerandi hætti. Um leið er hún mikilvægt og þakkarvert pólitískt framlag til þeirrar umræðu sem nú fer fram um þetta stærsta álitaefni í íslenskum stjórnmálum. Á þessu stigi er hins vegar of snemmt að segja til um hvort skýrslan hefur varanlegt pólitískt gildi eða er líkleg til að breyta vígstöðunni á taflborði stjórnmálanna. Það ræðst vitaskuld mest af því hvaða ályktanir Framsóknarflokkurinn sjálfur kemur til með að draga af henni við eigin stefnumótun. Við síðustu kosningar gerði Samfylkingin Evrópumálin hvorki að kjarnaatriði í stefnuskrá sinni né úrslitaatriði við stjórnarmyndun. Niðurstaðan varð sú að Samfylkingin féllst á að aðildarspurningin kæmi ekki á dagskrá á þessu kjörtímabili. Eins og sakir hafa staðið hefur fátt bent til að Samfylkingin væri líkleg til að gera Evrópusambandsaðild að skilyrði fyrir stjórnarþátttöku við næstu kosningar. Afdráttarlaust skilyrði þar um yrði ugglaust talið þrengja kosti flokksins of mikið. Í baklandi Sjálfstæðisflokksins er þung krafa um evruna uppi á borðum. Skýr og afdráttarlaus stefnumótun af hálfu Framsóknarflokksins um evru og aðild að Evrópusambandinu gæti í þessu ljósi sett gaffal á báða stjórnarflokkana fyrir næstu kosningar. Velji flokkurinn á hinn bóginn krónukostinn eru minni líkur á að hann geti notað stefnuna í peningamálum til að breyta stöðu sinni á taflborði stjórnmálanna. Þá þarf hann að finna önnur mál til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun
Framsóknarflokkurinn er næst minnstur á Alþingi. Eigi að síður er það svo að hann er eini stjórnmálaflokkurinn sem lagt hefur verulega vinnu í málefnalegar úttektir innan eigin veggja vegna álitaefna sem tengjast hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu og Evrópska myntbandalaginu. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur aðild á dagskrá. Hún hefur hins vegar ekki lagt sambærilega innanbúðar vinnu til grundvallar þeirri stefnumörkun. Spurningar hafa því eðlilega vaknað hvort Samfylkingin er nægjanlega undir það búin að taka á öllum þeim flóknu viðfangsefnum sem upp koma í tengslum við hugsanlega aðild. Að þessu leyti er sérstaða Framsóknarflokksins talsverð. Hann hefur ekki tekið afstöðu til aðildar. En á hinn bóginn hefur hann undirbúið umræðuna af nokkurri kostgæfni. Ekki fer á milli mála að þar býr flokkurinn að þeirri málefnalegu arfleifð sem Halldór Ásgrímsson skildi eftir sig. Guðni Ágústsson núverandi formaður Framsóknarflokksins kynnti í gær til sögunnar skýrslu sem unnin hefur verið á vegum flokksins um peningamálastefnuna og möguleikana á að taka upp nýjan gjaldmiðil. Alkunnugt er að formaðurinn hefur verið efasemdarmaður um breytingar á þessu sviði. Því meiri ástæða er til að virða að slík málefnavinna skuli halda áfram undir hans forystu. Það ber hyggindum vitni. Fyrir rúmum tveimur árum birti Framsóknarflokkurinn skýrslu á grundvelli ítarlegrar málefnavinnu um samningsmarkmið Íslands. Sú skýrsla var unnin í þeim tilgangi að flokkurinn yrði undir það búinn að aðildarspurningin kæmi á dagskrá. Nú er þeirri vinnu fylgt eftir með dýpri skoðun á gjaldmiðilsspurningum og peningastefnunni. Nýja skýrslan hefur ekki að geyma ákveðnar tillögur. Hún dregur einfaldlega fram þá kosti sem fyrir hendi eru með skýrum og afgerandi hætti. Um leið er hún mikilvægt og þakkarvert pólitískt framlag til þeirrar umræðu sem nú fer fram um þetta stærsta álitaefni í íslenskum stjórnmálum. Á þessu stigi er hins vegar of snemmt að segja til um hvort skýrslan hefur varanlegt pólitískt gildi eða er líkleg til að breyta vígstöðunni á taflborði stjórnmálanna. Það ræðst vitaskuld mest af því hvaða ályktanir Framsóknarflokkurinn sjálfur kemur til með að draga af henni við eigin stefnumótun. Við síðustu kosningar gerði Samfylkingin Evrópumálin hvorki að kjarnaatriði í stefnuskrá sinni né úrslitaatriði við stjórnarmyndun. Niðurstaðan varð sú að Samfylkingin féllst á að aðildarspurningin kæmi ekki á dagskrá á þessu kjörtímabili. Eins og sakir hafa staðið hefur fátt bent til að Samfylkingin væri líkleg til að gera Evrópusambandsaðild að skilyrði fyrir stjórnarþátttöku við næstu kosningar. Afdráttarlaust skilyrði þar um yrði ugglaust talið þrengja kosti flokksins of mikið. Í baklandi Sjálfstæðisflokksins er þung krafa um evruna uppi á borðum. Skýr og afdráttarlaus stefnumótun af hálfu Framsóknarflokksins um evru og aðild að Evrópusambandinu gæti í þessu ljósi sett gaffal á báða stjórnarflokkana fyrir næstu kosningar. Velji flokkurinn á hinn bóginn krónukostinn eru minni líkur á að hann geti notað stefnuna í peningamálum til að breyta stöðu sinni á taflborði stjórnmálanna. Þá þarf hann að finna önnur mál til þess.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun