Fótbolti

Barcelona kláraði Valencia á korteri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carles Puyol og Thierry Henry hjálpa Lionel Messi á fætur í leiknum í dag.
Carles Puyol og Thierry Henry hjálpa Lionel Messi á fætur í leiknum í dag. Nordic Photos / AFP
Barcelona vann í dag 6-0 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Börsungar skoruðu þrjú mörk á fyrstu fjórtán mínútunum. Fyrst Lionel Messi úr víti, þá Xavi og Thierry Henry.

Henry bætti við öðru marki á 58. mínútu og Bojan skoraði það fimmta á 72. mínútu, sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Eiður Smári Guðjohnsen var á varamannabekk Barcelona og lék síðusta stundarfjórðunginn. Hann lagði upp síðasta mark Börsunga fyrir Bojan.

Börsungar eru í þriðja sæti deildarinnar og fjórtán stigum á eftir toppliði Real Madrid.

Villarreal vann fyrr í dag 2-0 sigur á Getafe og er nú sjö stigum á eftir Real Madrid. Ef síðastnefnda liðið vinnur Osasuna á útivelli í kvöld verður liðið Spánarmeistari. Sá leikur hefst klukkan 19.00.

Önnur úrslit í dag:

Almeria - Real Betis 1-1

Athletic - Mallorca 1-2

Levante - Espanyol 1-1

Racing - Real Murcia 3-2

Sevilla - Valladolid 2-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×