Rosberg og Nakajima áfram hjá Williams 1. október 2008 22:51 Williams liðið fagnar Nico Rosberg og öðru sæti í Singapúr á sunnudaginn. mynd: Getty Images Formúlu 1 lið Williams tilkynntii í kvöld að Nico Rosberg og Kazuki Nakajima verði áfram hjá Williams liðinu 2009. Rosberg náði sínum besta árangri í Formúlu 1 á sunnudaginn. Hann varð í öðru sæti á eftir Fernando Alonso í mótinu á götum Singapúr. Rosberg þykir með bestu ökumönnum Formúlu 1 og er hann góður vinur Lewis Hamilton sem er efstur í stigamótinu. "Ég er ánægður að staðfesta veru beggja ökumanna okkar áfram. Rosberg er einn af þeim bestu í Formúlu 1 og Nakajima er vaxandi ökumaður", sagði Frank Williams. Upphaflega var Nakajima ráðinn til liðsins vegna þrýstings frá Toyota sem sér liðinu fyrir vélum, en Nakajima hefur gert góða hluti ár árinu. Nakajima verður á heimavelli á Fuji í Japan um næstu helgi. Auk Rosberg og Nakajima, þá verður þróunarökumaðurinn Nico Hulkenberg frá Þýskalandi áfram hjá liðinu. Hann þykir mikið efni og framtíðarmaður. Sjá efni um Nico Rosberg Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 lið Williams tilkynntii í kvöld að Nico Rosberg og Kazuki Nakajima verði áfram hjá Williams liðinu 2009. Rosberg náði sínum besta árangri í Formúlu 1 á sunnudaginn. Hann varð í öðru sæti á eftir Fernando Alonso í mótinu á götum Singapúr. Rosberg þykir með bestu ökumönnum Formúlu 1 og er hann góður vinur Lewis Hamilton sem er efstur í stigamótinu. "Ég er ánægður að staðfesta veru beggja ökumanna okkar áfram. Rosberg er einn af þeim bestu í Formúlu 1 og Nakajima er vaxandi ökumaður", sagði Frank Williams. Upphaflega var Nakajima ráðinn til liðsins vegna þrýstings frá Toyota sem sér liðinu fyrir vélum, en Nakajima hefur gert góða hluti ár árinu. Nakajima verður á heimavelli á Fuji í Japan um næstu helgi. Auk Rosberg og Nakajima, þá verður þróunarökumaðurinn Nico Hulkenberg frá Þýskalandi áfram hjá liðinu. Hann þykir mikið efni og framtíðarmaður. Sjá efni um Nico Rosberg
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira