Enn er ekki loku fyrir það skotið að knattspyrnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson gangi í raðir Nancy í Frakklandi frá norska liðinu Stabæk.
Norskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að samningaviðræður félaganna hefðu siglt í strand eftir að Stabæk hafnaði tilboði upp á 15 milljónir norskra króna í Veigar.
Veigar sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að Nancy hefði hins vegar lagt fram annað tilboð sem Norðmönnunum leist betur á og væru félögin nú að nálgast samkomulag.
Veigar að málin muni væntanlega skýrast á næstu tveimur dögum.
Aðspurður um launahugmyndir franska félagsins játti Veigar því að um stórt stökk væri að ræða frá launum í norska boltanum.