Pastrana forfallast vegna meiðsla 12. desember 2008 18:20 Travis Pastrna er þekktur fyrir áhættuatriði á mótorhjólum. Hann átti að keppa á Wmbley á sunnudaginn en meiddist í vikunni. Mynd: Getty Images Frægur bandarískur ökumaður, Travis Pastrana getur ekki keppt í meistaramóti ökumanna á Wembley á sunnudaginn vegna meiðsla sem hann hlaut á mótorhjóli í vikunni. Pastrana er þekktur fyrir áhættusöm atriði á mótorhjólum, en hefur keppt í rallakstri í Bandaríkjunum að undanförnu. Pastrana féll af mótorhjóli sínu í hjólaferð með vini sínum. "Ég var að æfa mig á moto-kross braut, þegar ég féll við og feitur vinur minn hreinlega keyrði yfir mig. Ég sat bara í rykinu og meiddist á hné og mjöðm", sagði Pastrana. "Ég er því ekki hæfur í meistaramótið á Wembley og mun sakna þess sárt að keppa ekki. Það er svo góður andi meðal keppenda og mótið er frábær skemmtun og mikill stríðni á milli ökumanna", sagði Pastrana. 18 ökumenn keppa í meistaramóti ökumanna á sunnudaginn, m.a. fjöldi Formúlu 1 ökumanna og staðgengill Pastrana verður Tanner Foust, sem er amerískur meistari í "drift" kappakstri, sem er keppnisgrein sem er ættuð frá Japan. "Mér finnst frábært að Tanner er valinn í minn stað fyrir bandaríska liðið. Það eru fáir sem ráða eins við bíla og Tanner", sagði Pastrana. Mótið á Wembley er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 14.00 á sunnudaginn. Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Frægur bandarískur ökumaður, Travis Pastrana getur ekki keppt í meistaramóti ökumanna á Wembley á sunnudaginn vegna meiðsla sem hann hlaut á mótorhjóli í vikunni. Pastrana er þekktur fyrir áhættusöm atriði á mótorhjólum, en hefur keppt í rallakstri í Bandaríkjunum að undanförnu. Pastrana féll af mótorhjóli sínu í hjólaferð með vini sínum. "Ég var að æfa mig á moto-kross braut, þegar ég féll við og feitur vinur minn hreinlega keyrði yfir mig. Ég sat bara í rykinu og meiddist á hné og mjöðm", sagði Pastrana. "Ég er því ekki hæfur í meistaramótið á Wembley og mun sakna þess sárt að keppa ekki. Það er svo góður andi meðal keppenda og mótið er frábær skemmtun og mikill stríðni á milli ökumanna", sagði Pastrana. 18 ökumenn keppa í meistaramóti ökumanna á sunnudaginn, m.a. fjöldi Formúlu 1 ökumanna og staðgengill Pastrana verður Tanner Foust, sem er amerískur meistari í "drift" kappakstri, sem er keppnisgrein sem er ættuð frá Japan. "Mér finnst frábært að Tanner er valinn í minn stað fyrir bandaríska liðið. Það eru fáir sem ráða eins við bíla og Tanner", sagði Pastrana. Mótið á Wembley er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 14.00 á sunnudaginn.
Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira