Skömm Skagans Davíð Þór Jónsson skrifar 25. maí 2008 06:00 Ég er alinn upp við að þar sem sé hjartarúm sé húsrúm. Að okkur beri að hjálpa hvert öðru. Að enginn sé svo aumur að hann geti ekki hjálpað þeim sem eru enn aumari og að öllum beri að leggja sitt af mörkum til að gera heiminn að aðeins betri stað fyrir alla menn. Hvers vegna ég er alinn upp við þessi gildi veit ég ekki. Mig rekur nefnilega ekki minni til þess að hafa hlotið sérlega kristilegt uppeldi, alltjent ekki með miklu guðsorðahjali eða kirkjurækni. Sennilega var bara alin upp í mér virðing við mannúð og náungakærleik. Margir aðhyllast þessi sjónarmið í verki án þess að kalla sig kristna menn. Aðrir aðhyllast þessi sjónarmið í orði og segjast ekki myndu vera í vafa um það hvernig þeir ættu að bregðast við ef svo ólíklega myndi vilja til að þeir stæðu nú einhvern tímann frammi fyrir siðferðilegu álitamáli. Það hvarflar hins vegar ekki að þeim að þessi sjónarmið geti átt við í dagsins önn, að daglegar ákvarðanir þeirra og framferði sýni afstöðu þeirra í siðferðilegum efnum. Þeim dettur ekki í hug að mannúð og náungakærleikur geti komið pólitík eða hagfræði við, ekki frekar en að hugtök eins „ást" og „fegurð" séu nothæfur mælikvarði í akademískum raunvísindum. Við praktískar ákvarðanir hljóti auðvitað einu viðmiðin að vera hagnaður og arðsemi. Andlega talið sé gott og blessað svo langt sem það nær, en auðvitað eigi það aðeins við um innra líf manneskjunnar. Þeir eru allir af vilja gerðir að reynast náunganum vel, nema náttúrlega ef það kostar þá eitthvað eða ómakar á nokkurn hátt. Þeir nota skort á húsrúmi sem afsökun fyrir skorti á hjartarúmi. Þannig hýsa þeir til dæmis ekki flóttamenn, af því að sumir hafa það ekki sem best í plássinu þeirra, rétt eins og staða þeirra sé sambærileg við aðstæður landflótta palestínskra ekkna. Þannig efast ég ekki um að margir þeirra Skagamanna sem skrifað hafa nafn sitt á lista til að mótmæla komu erlends flóttafólks í bæinn telji sig til kristinna manna. Orð Krists, „það sem þér gerið einum mínum minnstu bræðra gerið þér mér", hafi í huga þeirra enga skírskotun til úrlausnarefna líðandi stundar heldur séu bara fallegt orðagjálfur til skrauts á sunnudögum. Til er gott, rammíslenkst orð yfir þannig fólk. „Hræsnarar". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Ég er alinn upp við að þar sem sé hjartarúm sé húsrúm. Að okkur beri að hjálpa hvert öðru. Að enginn sé svo aumur að hann geti ekki hjálpað þeim sem eru enn aumari og að öllum beri að leggja sitt af mörkum til að gera heiminn að aðeins betri stað fyrir alla menn. Hvers vegna ég er alinn upp við þessi gildi veit ég ekki. Mig rekur nefnilega ekki minni til þess að hafa hlotið sérlega kristilegt uppeldi, alltjent ekki með miklu guðsorðahjali eða kirkjurækni. Sennilega var bara alin upp í mér virðing við mannúð og náungakærleik. Margir aðhyllast þessi sjónarmið í verki án þess að kalla sig kristna menn. Aðrir aðhyllast þessi sjónarmið í orði og segjast ekki myndu vera í vafa um það hvernig þeir ættu að bregðast við ef svo ólíklega myndi vilja til að þeir stæðu nú einhvern tímann frammi fyrir siðferðilegu álitamáli. Það hvarflar hins vegar ekki að þeim að þessi sjónarmið geti átt við í dagsins önn, að daglegar ákvarðanir þeirra og framferði sýni afstöðu þeirra í siðferðilegum efnum. Þeim dettur ekki í hug að mannúð og náungakærleikur geti komið pólitík eða hagfræði við, ekki frekar en að hugtök eins „ást" og „fegurð" séu nothæfur mælikvarði í akademískum raunvísindum. Við praktískar ákvarðanir hljóti auðvitað einu viðmiðin að vera hagnaður og arðsemi. Andlega talið sé gott og blessað svo langt sem það nær, en auðvitað eigi það aðeins við um innra líf manneskjunnar. Þeir eru allir af vilja gerðir að reynast náunganum vel, nema náttúrlega ef það kostar þá eitthvað eða ómakar á nokkurn hátt. Þeir nota skort á húsrúmi sem afsökun fyrir skorti á hjartarúmi. Þannig hýsa þeir til dæmis ekki flóttamenn, af því að sumir hafa það ekki sem best í plássinu þeirra, rétt eins og staða þeirra sé sambærileg við aðstæður landflótta palestínskra ekkna. Þannig efast ég ekki um að margir þeirra Skagamanna sem skrifað hafa nafn sitt á lista til að mótmæla komu erlends flóttafólks í bæinn telji sig til kristinna manna. Orð Krists, „það sem þér gerið einum mínum minnstu bræðra gerið þér mér", hafi í huga þeirra enga skírskotun til úrlausnarefna líðandi stundar heldur séu bara fallegt orðagjálfur til skrauts á sunnudögum. Til er gott, rammíslenkst orð yfir þannig fólk. „Hræsnarar".
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun