Íbúðalánasjóður 15. apríl 2008 11:04 Afhverju heyrist ekki lengur í þeim háværu röddum sem kröfðust þess að Íbúðalánasjóður yrði lagður niður í núverandi mynd? Ástæðan er einföld. Hrakspár manna sem sögðu að viðskiptabankarnir réðu ekki við verkefnið hafa gengið eftir. Ofþeynsla. Útrásarfyllerí. Timburmenn. Lausafjárþurrð. Eftir sitja spámenn í eigin föðurlandi. Auðvitað er Íbúðarlánasjóður lífsnauðsynlegur fyrir fasteignamarkaðinn. Og þótt eðlilegt sé að fara varlega í ríkisrekstri er óeðlilegt gefa viðskiptabönkunum eftir mónópólitíska fákeppni á þessu viðkvæma sviði sem varðar lífssparnað fólks. Eiga íbúðakaup að vera lífsins lotterí ... háð spákaupmennsku manna sem kaupauka sig í gegnum góðærið en heimta svo ríkisaðstoð þegar á bjátar? Nei. Frjálshyggjan er auðvitað fín ... en í föstum skorðum. Og frelsi viðskiptalífsins er í rauninni aldrei frjálst ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Afhverju heyrist ekki lengur í þeim háværu röddum sem kröfðust þess að Íbúðalánasjóður yrði lagður niður í núverandi mynd? Ástæðan er einföld. Hrakspár manna sem sögðu að viðskiptabankarnir réðu ekki við verkefnið hafa gengið eftir. Ofþeynsla. Útrásarfyllerí. Timburmenn. Lausafjárþurrð. Eftir sitja spámenn í eigin föðurlandi. Auðvitað er Íbúðarlánasjóður lífsnauðsynlegur fyrir fasteignamarkaðinn. Og þótt eðlilegt sé að fara varlega í ríkisrekstri er óeðlilegt gefa viðskiptabönkunum eftir mónópólitíska fákeppni á þessu viðkvæma sviði sem varðar lífssparnað fólks. Eiga íbúðakaup að vera lífsins lotterí ... háð spákaupmennsku manna sem kaupauka sig í gegnum góðærið en heimta svo ríkisaðstoð þegar á bjátar? Nei. Frjálshyggjan er auðvitað fín ... en í föstum skorðum. Og frelsi viðskiptalífsins er í rauninni aldrei frjálst ... -SER.