Handbolti

Haukar unnu Val

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stjarnan er enn á toppi deildarinnar en Haukar unnu góðan sigur á Val í dag.
Stjarnan er enn á toppi deildarinnar en Haukar unnu góðan sigur á Val í dag.
Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag þar sem að Haukar unnu tveggja marka sigur á Val eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik.

Lokatölur voru 24-22, Haukum í vil en heimamenn í Val voru með yfirhöndina í hálfleik, 12-8.

Tatanja Zukovska var markahæst hjá Stjörnunni með sjö mörk en Ramune Pekarskyte kom næst með fimm. Hekla Hannesdóttir og Hanna G. Stefánsdóttir skoruðu fjögur hvor.

Hrafnhildur Skúladóttir fór mikinn í liði Vals og skoraði þrettán mörk í leiknum. Tveir leikmenn skoruðu tvö mörk en aðrir eitt.

Þá vann Grótta sigur á Fylki, 26-24, en staðan í hálfleik var 14-11, Gróttu í vil.

Anett Köbli skoraði sjö mörk fyrir Gróttu og Harpa Baldursdóttir sex. Hjá Fylki var Sunna Jónsdóttir markahæst með sex mörk en Katrín Andrésardóttir skoraði fjögur.

Að síðustu vann Fram átta marka sigur á FH, 32-24.

Stjarnan er á toppi deildarinnar með tíu stig að fimm umferðum loknum. Haukar koma næstir með átta, Valur með sex og öll önnur lið eru með fjögur stig nema Fylkir sem er stigalaust á botni deildarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×