Hamilton tryggði sér titilinn á síðustu metrunum 2. nóvember 2008 18:52 Hamilton fagnaði vel í dag AFP Lewis Hamilton hjá McLaren varð í dag yngsti ökumaðurinn til að verða heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann náði fimmta sætinu í Brasilíukappakstrinum. Heimamaðurinn Felipe Massa kom fyrstur í mark, en það nægði honum ekki til sigurs í stigakeppninni. Lokaspretturinn í keppninni í dag var ótrúlegur og réðust úrslitin á síðustu metrunum þegar Lewis Hamilton skreið fram úr Timo Glock á Toyota sem hægði mjög á sér í blálokin og tryggði sér fimmta sætið sem nægði honum til sigurs. Bæði áhorfendur og keppnisliðin héldu að Massa væri búinn að tryggja sér titilinn, því sjónvarpsvélarnar misstu af framúrakstri Hamilton í lokin. Flest benti til þess að Hamilton hefði klúðrað titlinum á lokasprettinum líkt og í fyrra, því þegar tveir hringir voru eftir missti hann Sebastian Vettel fram úr sér. Hamilton er aðeins 23 ára gamall og er fyrsti breski ökumaðurinn til að vinna titilinn síðan Damon Hill erði það árið 1996. "Þetta var mest spennandi kappakstur sem ég hef á ævi minni séð," sagði Damon Hill í samtali við BBC eftir keppnina. Lið Ferrari var byrjað að fagna ákaft, en eftir að úrslitin lágu fyrir mátti sjá tár renna niður vanga liðsmanna - ekki síst Felipe Massa sem vann súrsætan sigur í heimalandi sínu. Ferrari-menn geta þó huggað sig við það að liðið vann sigur í keppni bílasmiða þetta árið. Úrslitin í dag: 1. Massa - Ferrari 2. Alonso - Renault 3. Raikkönen - Ferrari 4. Vettel - Toro Rosso 5. Hamilton - McLaren 6. Glock - Toyota 7. Kovalainen - McLaren 8. Trulli - Toyota Efstu menn í stigakeppni ökumanna í ár: 1 Lewis Hamilton 98 stig 2 Felipe Massa 97 3 Kimi Raikkonen 75 4 Robert Kubica 75 5 Fernando Alonso 61 6 Nick Heidfeld 60 Keppni bílasmiða: 1 Ferrari 172 stig 2 McLaren 151 3 BMW Sauber 135 Formúla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren varð í dag yngsti ökumaðurinn til að verða heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann náði fimmta sætinu í Brasilíukappakstrinum. Heimamaðurinn Felipe Massa kom fyrstur í mark, en það nægði honum ekki til sigurs í stigakeppninni. Lokaspretturinn í keppninni í dag var ótrúlegur og réðust úrslitin á síðustu metrunum þegar Lewis Hamilton skreið fram úr Timo Glock á Toyota sem hægði mjög á sér í blálokin og tryggði sér fimmta sætið sem nægði honum til sigurs. Bæði áhorfendur og keppnisliðin héldu að Massa væri búinn að tryggja sér titilinn, því sjónvarpsvélarnar misstu af framúrakstri Hamilton í lokin. Flest benti til þess að Hamilton hefði klúðrað titlinum á lokasprettinum líkt og í fyrra, því þegar tveir hringir voru eftir missti hann Sebastian Vettel fram úr sér. Hamilton er aðeins 23 ára gamall og er fyrsti breski ökumaðurinn til að vinna titilinn síðan Damon Hill erði það árið 1996. "Þetta var mest spennandi kappakstur sem ég hef á ævi minni séð," sagði Damon Hill í samtali við BBC eftir keppnina. Lið Ferrari var byrjað að fagna ákaft, en eftir að úrslitin lágu fyrir mátti sjá tár renna niður vanga liðsmanna - ekki síst Felipe Massa sem vann súrsætan sigur í heimalandi sínu. Ferrari-menn geta þó huggað sig við það að liðið vann sigur í keppni bílasmiða þetta árið. Úrslitin í dag: 1. Massa - Ferrari 2. Alonso - Renault 3. Raikkönen - Ferrari 4. Vettel - Toro Rosso 5. Hamilton - McLaren 6. Glock - Toyota 7. Kovalainen - McLaren 8. Trulli - Toyota Efstu menn í stigakeppni ökumanna í ár: 1 Lewis Hamilton 98 stig 2 Felipe Massa 97 3 Kimi Raikkonen 75 4 Robert Kubica 75 5 Fernando Alonso 61 6 Nick Heidfeld 60 Keppni bílasmiða: 1 Ferrari 172 stig 2 McLaren 151 3 BMW Sauber 135
Formúla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira