Gengi og gjörvuleiki Þorvaldur Gylfason skrifar 26. júní 2008 06:30 Landsliðið í handbolta er þannig skipað, að þar er valinn maður í hverju rúmi. Önnur sjónarmið komast ekki að. Flokksskírteini skipta engu máli. Eða hvernig heldur þú, lesandi góður, að landsliðinu gengi á heimsmeistaramótum, ef stjórnmálaflokkarnir hlutuðust til um, að útvaldir menn á þeirra vegum yrðu að vera í liðinu? Spurningin svarar sér sjálf. Þessi sjálfsagða íþróttaregla, að gjörvuleiki ráði mannvali, er þverbrotin í efnahagslífinu. Seðlabanki Íslands er augljóst dæmi. Fyrir þrem árum skipaði formaður Sjálfstæðisflokksins sjálfan sig í bankastjórnina. Bankaráðið er einnig notað sem mjaltavél handa stjórnmálamönnum: þar sitja fulltrúar flokkanna, raka saman fé og rétta upp hönd, þegar bankastjórnin skammtar sjálfri sér kauphækkun. Þetta er ítalska aðferðin: að stinga upp í stjórnarandstöðuna með því að veita henni aukaaðild að sukkinu. Kröfur um brottvikningu bankastjórnar Seðlabankans, sem hefur reynzt ófær um að gegna lögboðnu hlutverki sínu, heyrðust ekki úr röðum stjórnarandstæðinga, heldur frá Háskóla Íslands. Landsvirkjun fór sömu leið og Seðlabankinn: Sjálfstæðisflokkurinn gerði varaformann sinn að forstjóra fyrirtækisins. Nú bíða sjálfstæðismenn og aðrir þess með lafandi tunguna, að forstjórinn láti af störfum fyrir aldurs sakir. Þetta er lokaður klúbbur. Dæmigert nýmarkaðslandÁstandið sums staðar í einkageiranum er ekki miklu skárra. Annars var ekki að vænta á fyrri tíð, þegar atvinnulífið var gegnsýrt af stjórnmálum: Eimskipafélagið var íhaldsfyrirtæki, Sambandið var framsóknarfyrirtæki og þannig koll af kolli. Einkavæðingu viðskiptabankanna og annarra ríkisfyrirtækja hefði að réttu lagi átt að stefna gegn þessu ástandi, en önnur sjónarmið urðu ofan á. Stjórnmálamenn höfðu komizt á bragðið með kvótakerfinu og stóðust ekki heldur allar freistingarnar, sem einkavæðingin lagði fyrir þá. Nokkrir flokksmenn rökuðu saman fé, einn áður sjálfskipaður seðlabankastjóri keypti sér flugfélag, aðrir létu sér nægja sjálftekin embætti, laun og hlunnindi. Þegar formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins tæpti á einum anga málsins í frægri ræðu í Borgarnesi, supu menn hveljur í herbúðum sjálfstæðismanna, vegna bersöglinnar.Nýmarkaðslönd eru nefnd þau lönd, þar sem stjórnmál flækjast fyrir viðskiptum. Ísland er eftir þessari skilgreiningu dæmigert nýmarkaðsland, þótt útlendingar vegna vankunnáttu um landshagi hirði ekki um að hafa Ísland með á listanum yfir slík lönd. Hvernig er hægt að láta Ísland vanta á listann, þegar forsvarsmenn stærsta fyrirtækis í landinu fullyrða, að fyrirtækið hafi um margra ára skeið sætt pólitískum ofsóknum? Margt annað hangir á spýtunni. Mannvalið í stjórnum einkafyrirtækja ber vitni. Í heilbrigðum markaðsbúskaparríkjum er það viðtekin regla, að stjórnir stórfyrirtækja eru skipaðar reyndum kunnáttumönnum víðs vegar að til að tryggja rekstrinum aðhald og fjölbreytta sérþekkingu. Hér heima sitja yfirleitt sömu mennirnir og vinir þeirra í stjórnum margra stórfyrirtækja og sýna utanaðkomandi aðhaldi, þekkingu og reynslu lítinn áhuga. Frá þessu munstri eru að vísu ýmsar undantekningar, til dæmis Bakkavör og Íslensk erfðagreining. Í stjórnum margra annarra íslenzkra stórfyrirtækja sitja þó aðallega leppar eigendanna. Aðhaldið, sem sjálfstæðar stjórnir geta veitt rekstrinum, verður þá minna en ella, og sjóndeildarhringur fyrirtækjanna þrengri. Talsamband við bankannEinn seðlabankastjóranna hélt því nýlega fram í útvarpi, að seðlabankar nýmarkaðslanda gætu þurft að halda gjaldeyrisforða yfir skammtímaskuldum bankanna, en ekki Seðlabanki Íslands. Þessi gjaldeyrisregla, sem er kennd við Greenspan, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, og Giudotti, suður-amerískan hagfræðing, er eigi að síður virt víðast hvar. Að vísu er sjaldgæft, að á regluna reyni í rétt nefndum markaðsbúskaparlöndum.Hitt er algengara, að skammtímaskuldir bankanna fari langt upp fyrir gjaldeyrisforðann í nýmarkaðslöndum, þar sem stjórnmálamenn eru í talsambandi við bankana, líkt og ritstjóri Morgunblaðsins lýsti sambandi Sjálfstæðisflokksins við Landsbanka Íslands 2004. Annað kennimark nýmarkaðslanda er skyndilegt gengishrun, sem leiðir auk annars af vantrú fjármálaheimsins á seðlabankanum og stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun
Landsliðið í handbolta er þannig skipað, að þar er valinn maður í hverju rúmi. Önnur sjónarmið komast ekki að. Flokksskírteini skipta engu máli. Eða hvernig heldur þú, lesandi góður, að landsliðinu gengi á heimsmeistaramótum, ef stjórnmálaflokkarnir hlutuðust til um, að útvaldir menn á þeirra vegum yrðu að vera í liðinu? Spurningin svarar sér sjálf. Þessi sjálfsagða íþróttaregla, að gjörvuleiki ráði mannvali, er þverbrotin í efnahagslífinu. Seðlabanki Íslands er augljóst dæmi. Fyrir þrem árum skipaði formaður Sjálfstæðisflokksins sjálfan sig í bankastjórnina. Bankaráðið er einnig notað sem mjaltavél handa stjórnmálamönnum: þar sitja fulltrúar flokkanna, raka saman fé og rétta upp hönd, þegar bankastjórnin skammtar sjálfri sér kauphækkun. Þetta er ítalska aðferðin: að stinga upp í stjórnarandstöðuna með því að veita henni aukaaðild að sukkinu. Kröfur um brottvikningu bankastjórnar Seðlabankans, sem hefur reynzt ófær um að gegna lögboðnu hlutverki sínu, heyrðust ekki úr röðum stjórnarandstæðinga, heldur frá Háskóla Íslands. Landsvirkjun fór sömu leið og Seðlabankinn: Sjálfstæðisflokkurinn gerði varaformann sinn að forstjóra fyrirtækisins. Nú bíða sjálfstæðismenn og aðrir þess með lafandi tunguna, að forstjórinn láti af störfum fyrir aldurs sakir. Þetta er lokaður klúbbur. Dæmigert nýmarkaðslandÁstandið sums staðar í einkageiranum er ekki miklu skárra. Annars var ekki að vænta á fyrri tíð, þegar atvinnulífið var gegnsýrt af stjórnmálum: Eimskipafélagið var íhaldsfyrirtæki, Sambandið var framsóknarfyrirtæki og þannig koll af kolli. Einkavæðingu viðskiptabankanna og annarra ríkisfyrirtækja hefði að réttu lagi átt að stefna gegn þessu ástandi, en önnur sjónarmið urðu ofan á. Stjórnmálamenn höfðu komizt á bragðið með kvótakerfinu og stóðust ekki heldur allar freistingarnar, sem einkavæðingin lagði fyrir þá. Nokkrir flokksmenn rökuðu saman fé, einn áður sjálfskipaður seðlabankastjóri keypti sér flugfélag, aðrir létu sér nægja sjálftekin embætti, laun og hlunnindi. Þegar formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins tæpti á einum anga málsins í frægri ræðu í Borgarnesi, supu menn hveljur í herbúðum sjálfstæðismanna, vegna bersöglinnar.Nýmarkaðslönd eru nefnd þau lönd, þar sem stjórnmál flækjast fyrir viðskiptum. Ísland er eftir þessari skilgreiningu dæmigert nýmarkaðsland, þótt útlendingar vegna vankunnáttu um landshagi hirði ekki um að hafa Ísland með á listanum yfir slík lönd. Hvernig er hægt að láta Ísland vanta á listann, þegar forsvarsmenn stærsta fyrirtækis í landinu fullyrða, að fyrirtækið hafi um margra ára skeið sætt pólitískum ofsóknum? Margt annað hangir á spýtunni. Mannvalið í stjórnum einkafyrirtækja ber vitni. Í heilbrigðum markaðsbúskaparríkjum er það viðtekin regla, að stjórnir stórfyrirtækja eru skipaðar reyndum kunnáttumönnum víðs vegar að til að tryggja rekstrinum aðhald og fjölbreytta sérþekkingu. Hér heima sitja yfirleitt sömu mennirnir og vinir þeirra í stjórnum margra stórfyrirtækja og sýna utanaðkomandi aðhaldi, þekkingu og reynslu lítinn áhuga. Frá þessu munstri eru að vísu ýmsar undantekningar, til dæmis Bakkavör og Íslensk erfðagreining. Í stjórnum margra annarra íslenzkra stórfyrirtækja sitja þó aðallega leppar eigendanna. Aðhaldið, sem sjálfstæðar stjórnir geta veitt rekstrinum, verður þá minna en ella, og sjóndeildarhringur fyrirtækjanna þrengri. Talsamband við bankannEinn seðlabankastjóranna hélt því nýlega fram í útvarpi, að seðlabankar nýmarkaðslanda gætu þurft að halda gjaldeyrisforða yfir skammtímaskuldum bankanna, en ekki Seðlabanki Íslands. Þessi gjaldeyrisregla, sem er kennd við Greenspan, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, og Giudotti, suður-amerískan hagfræðing, er eigi að síður virt víðast hvar. Að vísu er sjaldgæft, að á regluna reyni í rétt nefndum markaðsbúskaparlöndum.Hitt er algengara, að skammtímaskuldir bankanna fari langt upp fyrir gjaldeyrisforðann í nýmarkaðslöndum, þar sem stjórnmálamenn eru í talsambandi við bankana, líkt og ritstjóri Morgunblaðsins lýsti sambandi Sjálfstæðisflokksins við Landsbanka Íslands 2004. Annað kennimark nýmarkaðslanda er skyndilegt gengishrun, sem leiðir auk annars af vantrú fjármálaheimsins á seðlabankanum og stjórnvöldum.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun