Finninn Kimi Raikkönen á Ferrari náði besta tímanum á kappakstursbrautinni í Barcelona í dag, á seinni æfingu keppnisliða. En það voru þeir Nelson Piquet og Fernando Alonso á Renault sem stálu senunni.
Þeir náðu öðrum og þriðja besta tíma og Alonso var vel fagnað af heimamönnum. Japaninn Kazuki Nakajima á Williams Toyota náði óvænt fjórða besta tíma, varð á undan Felipe Massa á Ferrari.
McLaren menn voru í vanda. Gírkassinn bilaði hjá Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton á samskonar bíl náði aðeins ellefta besta tíma. Hann var 0.750 sekúndum á eftir Raikkönen.
Raikkönen náði besta tíma
