Salernishreinsiefnaauglýsingafárið Davíð Þór Jónsson skrifar 30. mars 2008 06:00 Konan mín vann einu sinni á spítala. Af þeim sökum virðast því lítil takmörk sett hve ítarlega samræðurnar við kvöldverðarborðið geta fjallað um síðari stigu meltingarkerfisins, iðrastarfsemi og líkamsvessa án þess að hún missi matarlystina. Ég er viðkvæmari. Sem betur fer sýnir hún mér þó tillitssemi í þessum efnum þegar ég fer þess á leit við hana. Þessi viðkvæmni háir mér stundum, einkum þegar vinnudagurinn hefur dregist á langinn og ég freistast til að snæða kvöldverðinn fyrir framan sjónvarpið. Sjónvarpsauglýsingarnar sýna mér nefnilega alls ekki sömu tillitssemi og betri helmingurinn. Þegar umræðan um það hvort leyfa ætti áfengisauglýsingar eða ekki blossaði upp hér um árið, heyrði ég fullyrt að áfengisauglýsingar stuðluðu ekki að aukinni áfengisneyslu heldur færðu þær fyrst og fremst neysluna á milli tegunda. Þetta finnst mér sennilegt. Þetta kemur nefnilega heim og saman við kynni mín af drykkjuskap. Umhverfið hafði lítil áhrif á það hvort ég drakk - hins vegar gat það haft úrslitaáhrif á það hvað ég drakk. Ég held að þessu hljóti að vera svipað farið með ýmsan annan varning. Til dæmis dömubindi. Ég á erfitt með að ímynda mér að annað hafi áhrif á sölu dömubinda en fjöldi kvenna sem hefur á klæðum. Þetta ætti þó að mega staðfesta með tölfræði, því fyrir nokkrum árum dundi á þjóðinni slík bylgja dömubindaauglýsinga að engu var líkara en að þau væru orðin helsta neysluvara landsmanna. Þennan varning hafði ég aldrei séð auglýstan fyrr, þeir sem á honum þurftu að halda vissu einfaldlega hvar hann var að finna. Einhver einn framleiðandi reið hins vegar á vaðið og auglýsti sitt vörumerki með þeim afleiðingum að allir aðrir þurftu að fylgja í kjölfarið til að halda velli. Og nú er komið að salernishreinsiefnum. Það mætti hreinlega halda að einhver hvimleiður meltingarfaraldur hafi lagst á hálfa þjóðina. Önnur hver auglýsing sýnir manni ofan í viðbjóðslegt skítaklósett. Ekki gott áhorf yfir kjötbollum í brúnni sósu! Ég sá í sjónvarpinu um daginn að það er víst afar óhollt að borða kvöldmat yfir sjónvarpinu. Það hvarflar því að mér að Lýðheilsustöð standi á bak við þessar auglýsingar. Þær hafa nefnilega gert það að verkum að ég er nánast steinhættur þeim ósið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Konan mín vann einu sinni á spítala. Af þeim sökum virðast því lítil takmörk sett hve ítarlega samræðurnar við kvöldverðarborðið geta fjallað um síðari stigu meltingarkerfisins, iðrastarfsemi og líkamsvessa án þess að hún missi matarlystina. Ég er viðkvæmari. Sem betur fer sýnir hún mér þó tillitssemi í þessum efnum þegar ég fer þess á leit við hana. Þessi viðkvæmni háir mér stundum, einkum þegar vinnudagurinn hefur dregist á langinn og ég freistast til að snæða kvöldverðinn fyrir framan sjónvarpið. Sjónvarpsauglýsingarnar sýna mér nefnilega alls ekki sömu tillitssemi og betri helmingurinn. Þegar umræðan um það hvort leyfa ætti áfengisauglýsingar eða ekki blossaði upp hér um árið, heyrði ég fullyrt að áfengisauglýsingar stuðluðu ekki að aukinni áfengisneyslu heldur færðu þær fyrst og fremst neysluna á milli tegunda. Þetta finnst mér sennilegt. Þetta kemur nefnilega heim og saman við kynni mín af drykkjuskap. Umhverfið hafði lítil áhrif á það hvort ég drakk - hins vegar gat það haft úrslitaáhrif á það hvað ég drakk. Ég held að þessu hljóti að vera svipað farið með ýmsan annan varning. Til dæmis dömubindi. Ég á erfitt með að ímynda mér að annað hafi áhrif á sölu dömubinda en fjöldi kvenna sem hefur á klæðum. Þetta ætti þó að mega staðfesta með tölfræði, því fyrir nokkrum árum dundi á þjóðinni slík bylgja dömubindaauglýsinga að engu var líkara en að þau væru orðin helsta neysluvara landsmanna. Þennan varning hafði ég aldrei séð auglýstan fyrr, þeir sem á honum þurftu að halda vissu einfaldlega hvar hann var að finna. Einhver einn framleiðandi reið hins vegar á vaðið og auglýsti sitt vörumerki með þeim afleiðingum að allir aðrir þurftu að fylgja í kjölfarið til að halda velli. Og nú er komið að salernishreinsiefnum. Það mætti hreinlega halda að einhver hvimleiður meltingarfaraldur hafi lagst á hálfa þjóðina. Önnur hver auglýsing sýnir manni ofan í viðbjóðslegt skítaklósett. Ekki gott áhorf yfir kjötbollum í brúnni sósu! Ég sá í sjónvarpinu um daginn að það er víst afar óhollt að borða kvöldmat yfir sjónvarpinu. Það hvarflar því að mér að Lýðheilsustöð standi á bak við þessar auglýsingar. Þær hafa nefnilega gert það að verkum að ég er nánast steinhættur þeim ósið.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun