Andleg upprisa við klósettskál Karen D. Kjartansdóttir skrifar 25. mars 2008 06:00 Eftir gegndarlaust át páskadagsins lagðist ég til hvílu með ólgu í maganum. Skömmu síðar fór ég fram og blandaði mér ömmumeðalið matarsóda út í vatn og stuttu síðar kraup ég spúandi við klósettskál heimilisins. Þangað átti síðan ég afturkvæmt þó nokkuð oft um nóttina. Líklega hef ég ekki þolað allan munaðinn sem felst í því að borða mörg páskaegg af fjölda tegunda. Þegar ég var barn stóð nefnilega aðeins til boða að snæða egg frá Mónu númer fjögur en þá ríkti nú ekki hagsæld í íslensku efnahagslífi. Þegar ég hitti félaga mína næsta dag lýsti ég skelfilegum óförum mínum eftir átið og baráttu minni með matarsódann einan að vopni. Ég fékk fáar samúðaróskir en þeim mun fleiri spurningar um hvers vegna í ósköpunum ég hefði drukkið matarsóda út í vatn. Það ráð lærði ég hjá ömmu minni, sem kvað blessaðan sódann allra meina bót. Útskýrði ég einnig fyrir nærstöddum að hjá henni hefði ég lært að matbúa ódýrustu súpu sem völ væri á. Uppskriftin væri heitt vatn og út í það blandaði maður Knorr-súputeningum eftir smekk. Þetta þótti félögunum sannkallaður kreppumatur og miðað við fréttir undanfarna daga af efnahagsmálum og fjármálamörkuðum væri líklega ekki vanþörf á að hafa nokkrar slíkar uppskriftir á hraðbergi á næstunni. Nú segja kirkjunnar menn að helvíti sé ekki viðbjóðslegur kvalastaður heldur hvimleitt ástand sem fólk geti átt von á að festast í lifandi, sé það gráðugt, latt og syndugt. Því get ég vel trúað, himnaríki nútímamannsins hlýtur nefnilega að vera gamalmennaströnd í heitu landi en helvíti er einmanaleg kytra á vegum hins opinbera. Gömul lútersk gildi koma þarna sterklega við sögu. Það eru jú aðeins þeir duglegu og forsjálu sem leggja fyrir til mögru áranna sem eiga von á himneskri sælu. Hinir eiga ekki von á góðu og munu líklega þurfa að drekka súpu úr Knorr-teningum oftar en þeir kæra sig um í ellinni. Andleg upprisa mín við klósettskálina eftir hreinsunina á páskaeggjunum sem ég át til að fagna upprisu frelsarans gerði mér gott. Ég óttast ekki andlegt helvíti því ég ætla að fara að spara til efri áranna og láta af græðgi. Eitt páskaegg er nóg og einn bíll sömuleiðis. Nú hef ég prófað að ganga kraftgöngu í gegnum víti vegna græðgi og syndugra hugsana en lært mína lexíu. Talið um yfirvofandi kreppu hefur ekki aðra þýðingu fyrir mér en að um næstu páska fái ég aðeins eitt páskaegg í staðinn fyrir fimm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Eftir gegndarlaust át páskadagsins lagðist ég til hvílu með ólgu í maganum. Skömmu síðar fór ég fram og blandaði mér ömmumeðalið matarsóda út í vatn og stuttu síðar kraup ég spúandi við klósettskál heimilisins. Þangað átti síðan ég afturkvæmt þó nokkuð oft um nóttina. Líklega hef ég ekki þolað allan munaðinn sem felst í því að borða mörg páskaegg af fjölda tegunda. Þegar ég var barn stóð nefnilega aðeins til boða að snæða egg frá Mónu númer fjögur en þá ríkti nú ekki hagsæld í íslensku efnahagslífi. Þegar ég hitti félaga mína næsta dag lýsti ég skelfilegum óförum mínum eftir átið og baráttu minni með matarsódann einan að vopni. Ég fékk fáar samúðaróskir en þeim mun fleiri spurningar um hvers vegna í ósköpunum ég hefði drukkið matarsóda út í vatn. Það ráð lærði ég hjá ömmu minni, sem kvað blessaðan sódann allra meina bót. Útskýrði ég einnig fyrir nærstöddum að hjá henni hefði ég lært að matbúa ódýrustu súpu sem völ væri á. Uppskriftin væri heitt vatn og út í það blandaði maður Knorr-súputeningum eftir smekk. Þetta þótti félögunum sannkallaður kreppumatur og miðað við fréttir undanfarna daga af efnahagsmálum og fjármálamörkuðum væri líklega ekki vanþörf á að hafa nokkrar slíkar uppskriftir á hraðbergi á næstunni. Nú segja kirkjunnar menn að helvíti sé ekki viðbjóðslegur kvalastaður heldur hvimleitt ástand sem fólk geti átt von á að festast í lifandi, sé það gráðugt, latt og syndugt. Því get ég vel trúað, himnaríki nútímamannsins hlýtur nefnilega að vera gamalmennaströnd í heitu landi en helvíti er einmanaleg kytra á vegum hins opinbera. Gömul lútersk gildi koma þarna sterklega við sögu. Það eru jú aðeins þeir duglegu og forsjálu sem leggja fyrir til mögru áranna sem eiga von á himneskri sælu. Hinir eiga ekki von á góðu og munu líklega þurfa að drekka súpu úr Knorr-teningum oftar en þeir kæra sig um í ellinni. Andleg upprisa mín við klósettskálina eftir hreinsunina á páskaeggjunum sem ég át til að fagna upprisu frelsarans gerði mér gott. Ég óttast ekki andlegt helvíti því ég ætla að fara að spara til efri áranna og láta af græðgi. Eitt páskaegg er nóg og einn bíll sömuleiðis. Nú hef ég prófað að ganga kraftgöngu í gegnum víti vegna græðgi og syndugra hugsana en lært mína lexíu. Talið um yfirvofandi kreppu hefur ekki aðra þýðingu fyrir mér en að um næstu páska fái ég aðeins eitt páskaegg í staðinn fyrir fimm.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun